Tuesday, September 26, 2006

 

Matseðlar.


Veit að ég á það sameiginlegt með allavega Dóru að okkar ein besta skemmtun er að lesa matseðla víða af á landinu í ensku útgáfunni.Höfum rekist á nokkrar skrautlegar þýðingar á þeim sumum.Eins og t.d. þegar franskar eru þýddar sem "french potatoes/poetaitos/!Hvað er það? Því hef ég dundað við í dag að leita að íslenskum matseðlum í enskri útgáfu á netinu.Viðurkenni að ég einskorðaði mig við veitingahús út á landsbyggðinni, því eins og Dóra myndi eflaust segja; "Vargurinn er sjálfum sér verstur"! Uppskeran varð þó fremur rýr, að mér fannst.Það virðist sem þó nokkur bragabót hafi verið gerð á,enda margir löggiltir sem bjóða fram sýna þjónustu.Þó fann ég nokkur gullkorn og læt nokkur kannski vaða hér í lokinn.Tek fram að það er ekki eins og við séum neinir sjálfskipaðir enskufræðingar, en sumt er bara ekki hægt að afsaka! Á vafri mínu rakst ég skemmtilega á eina góða sem vert er að skoða á svipuðum nótum.Það þó matsatriði.:http://www.b2.is/?sida=tengill&id=153845

Pantið t.d.:
Lambshanke terrine with foie gras and lamb testicle on ruccola.
(kannski ekki villur í þessu,hvað er þó foie gras?)

Salad tower with fried chikenfinger midle east.
(ég spyr: chiken(chicken) - midle east(middle east)

Á sama matseðli er t.d. boðið upp á eftirfarandi:
Rendeersteak.

Filet of rabit warped in rosty potatos with rosmerine sauce!

Tenderloin of beef foyot with street cornes potatos and rosted vegetables!
(verð að játa á mig vanþekkingu, en er kannski eitthvað til sem heitir beef foyot eða street cornes potatos?)

Að lokum er hér réttur sem sjálfsagt er til, en mér þykir eitthvað "fishy".:

Heavy lodad fish soup with bread.

Margt meira óskiljanlegt fyrir þá sem temja sér enska tungu, þó það slái ekki við kínverska matseðlinum hér að ofan.

P.S. Hver myndi skilja "gravlaks"?






Monday, September 25, 2006

 

Rubber ducky!

http://strandir.snerpa.is/index.php?option=com_content&task=view&id=3167&Itemid=2

Hlýtur þetta að teljast frétt vikunar,eða fréttaskýring?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?