Monday, December 04, 2006

 

Jólaglögg...eða "Hjólalögg"?


Nafni(miðri mynd) stjórnaði hinu árlega "jólaglöggi" tæknideildar BSP af miklum myndarskap, eins og honum var von & vísa....og reif lítin kjaft að auki.Mæting var með ágætum, þrátt fyrir nokkur forföll.Vantaði m.a. "Blessaðan drenginn" og einn fór í fýlu, sökum þess að hann fékk ekki formlegt boð!!!Böhö-hö segi ég bara! Það vantaði svo líka sjálfan "Straujboltan", vant við látinn í Tælandinu góða, blessaður! Almenn lukka var með happadrættið, þó var ég sá eini á 8 manna borði sem ei fékk vinning.Never mind,reyni bara að vera lukkulegur á öðrum vettvangi.

Dóra er í Penn hjá pápa sínum,mamma hennar enn í Fort Knox hjá syninum.Bestu fáanlegur kveðjur sendi ég þangað,ef þær skyldu ramba hér inn og svo er hér líka kveðjur til Ragz í Köben og Mr.Stone í Stockholm,hvað er að frétta af þér "Dear boy"?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?