Monday, August 20, 2007

 

Tímamótakúla.

Hér er áríðandi tilkynning....nei sleppum henni í bili.Ekkert sem má ekki bíða.-If looks could kill-Fékk eitt svoleiðis í gær! Fyrr má nú fyrrvera í orðsins fyllstu.Hvað var það? Ekki að það breyti miklu fyrir mig svo sem.Habbasona!

Þessi vika verður eða stefnir í að vera eitthvað útaf kortinu.kannski í fríi á femmtudag og festudag. Líklegast, nei samkvæmt því sem ég heyrði í kveld, þá er það víst að haldið verður í "Ovis". Gæti bara verið nokkuð gott.Hef svona netta tilfinningu fyrir því.




Saturday, August 18, 2007

 

Múgur & margmenni.

Hvað sem öllu öðru líður....þá er ég ekki allavega að fara að hlaupa hálft eða heilt maraþon í dag.Þolmagnið ekki í því standi sem þyrfti til.Annað stendur til í dag.Þó dagskráin sé ekki þétt þá liggur fyrir að mæta hjá Dóru í "Tutto"-kvöldverð sem verður með menningarnæturs þemu...eða slíkt. Fram að því er áætlað að gjóa augum á Stórveldið í N-London, etja kappi við liðsmenn Derby County. Venjúið verður á einhverri knæpu þeirri sem hefur upp á þann búnað að bjóða, sem gerir kleift að ná þeim sendingum. Af öðrum veitingum sem þar kunna að vera á boðstólum hef ég ekki leitt hugann að, skýrist er nær dregur.

Annars sem títt er....það komið ansi nálægð sú stund að maður þurfi að koma sér í fastan viðverustað.Að búa í töskum og pokum er engum hollt til lengdar.Hef fengið að njóta velvilja þeirra sem næst manni standa í formi húsaskjóls, frá því að þær breytingar urðu sem orsaka "heimilisvanda" Sperrunar.Nú er þó vonandi að bregða til betri vegar.

Ekki lokum fyrir það skotið að rennt verði í Ófeig um næstkomandi helgi.Sumir eru orðnir óðir & uppvægir að fara í smá vinnuferð."Rakir & blautir um sig miðja"(A well known catchphrase within the family).Eitthvað hefur verið líka týnt til sem á rætur sínar að liggja til "Ljóta hirðirsins"! Það væri ekki úr vegi svo sem að skrattast þangað í fjóra daga eða svo.

Undirbúningur fyrir síðbúinn afmælisfagnað Sperrunar stendur nú sem hæst.Sem þýðir í raun að ég er eitthvað að draga lappinar með það!Þó þetta er allt að gera sig.Búið að velja stað og stund. Félagsheimili Stórveldisins varð fyrir valinu(G***i, 1 orð!) og stundið áttunda kvöld septembermánaðar stundvíslega milli klukkan 19°° og 20°°.Eða þar um bil. Allar gjafir munu renna til þekkts góðgerðarmanns.Einhver forföll hafa fyrirfram verið tilkynnt.Tveir ansi stórir póstar að mér þykir, verða forfallaðir.-Þar skal fremstan kalla til sögunar sjálfa "Grátmúrinn" sem hafði verið eyrnarmerktur sem MC, eða veislustjóri. Strendur Jóa Kalla heilla hann meir svo aðrar ráðstafanir þarf að gera.Svo er það "Strumpurinn" sjálfur Aka as KK. Sá er hefði ásamt fyrrnefndum "Grátmúr" verið kallaður upp til að hefja upp raust sína í hinu sígilda lagi "Júfóinn".Þar koma engir aðrir sem staðgenglar, svo það atriði verður niðufellt,því svo miður!

Að lokum er hér síðbúinn kveðja til "Mr. Stone" í Sverige.Sorry for not keeping more in touch, this summer.Hope you´re keeping well and in good spirits.-Svo er það hin eina sanna Anabana sem stödd er í USA. Off the hook kveðja til þeirra vinkvenna og gangi ykkur ferðin vel til Kentucky.

Wednesday, August 08, 2007

 

Toyota-fjölskylda!


Á leið okkar norður um daginn,hafði einhver á orði að það þætti merkilegt að í einni fjölskyldu(systkyni,börn & barnabörn) sem á ferðalagi væru,skyldi haga svo til að allir ækju á Toyota-bifreið.Vitað var að margir væru Toyota-eigendur í fjölskyldunni,en semsagt einhver rak augun í þetta og má bæta við að tvær aðrar Toyota-bifreiðar allavega finnast innan fjölskyldunnar! Þarna voru 3X Corrola,einn Yaris og Landcruiser á leið nyrst á Strandir.

Monday, August 06, 2007

 

Að norðan.

Nokkuð sem sem gæti borið á góma hér....eftir að hafa verið í tæpar þrjár vikur í Ófeigsfirði.Þar var verið að vinna við hin ýmsu verkefni,auk þess sem stórfamílían kom í heimsókn í fjóra daga.Allir voru nokkuð vel ánægðir með dvölina,slapp fyrir horn með veðrið.Var allavega þurrt! Vel var gert í mat, að venju.Ekkert skorti þar á, fremur að venju, m.a. lærin tvö í holunni.Annars var Sperran að öðru leiti, hina daganna að vinna við ýmsar framkvæmdir í "gamla húsinu", útbúa flóttaleið út af efstu hæðinni, komi til bruna,sem vonandi verður aldrei þörf á. Síðan tók við að rífa í burtu allar miðstöðvar lagnir og ofna,svo því næst koma vonandi aðrir ættingjar að setja upp nýja kerfið. Þessu fylgdi líka nokkuð mikið múrverk,bætt í götin.

Flesta daganna var allmikið um gestagang,þó aðallega til Péturs & Möggu, en lenti þó á mér að taka á móti ferðafólki, sem annaðhvort var í bara í skrepperíi eða var að gista á tjaldsvæðinu.Eitthvað af þessu fólki var reyndar "ættgengt" ef svo má segja, var að skoða sig um og hitta á "heimafólkið". Alla þessa daga,fyrir utan þess að famílían var á staðnum,var Sperran með "gamla húsið" einn í vörslu. Var ekki var við að einsetan í húsinu, þessar nætur hafi vakið neinar myrkfælniskenndir! Öll "aukahljóð" er sjálfsagt hægt að rekja til þennslubreytinga vegna breytts hitastigs.Þetta er nú líka að verða hundrað ára gamallt.

Eitthvað er verið að huga að því að skreppa aftur í Ófeig, til frekari vinnu við að klára sumt sem ógert er og leggja grunninn að frekari framkvæmdum.Í dag hafði ég frétt þó að jafnvel tveir sem til pípulagninga þekkja, séu væntanlegir nú í vikunni til að leggjast í lagnagerð.

Þessi helgi annars, semsagt bara eytt í að njóta hvíldar.Fór í grill og pott hjá yfirmanninum á föstudagskvöldið og var þar margt til skemmtunar gert og var gerður góður rómur að öllum þeim veitingum sem í boði voru.Á laugardagskveldið blés systir til "gala dinner" sem tókst með eindæmum vel. Aldrei komið að tómum kofanum þar.Þetta var "auðvald & spillingar"-dæmi! Dóra, Benny og Tabs voru þarna og var margt skrafað og mér er minnistætt eitt það rosalegasta hláturskast sem undirritaður hefið fengið í áraraðir.Tilefnið skal ekki svo sem tíundað neitt hér frekar, bara það að um ljósmynd var að ræða!



This page is powered by Blogger. Isn't yours?