Friday, October 20, 2006

 

"The biggest show on Earth".

Var rétt í þessu að koma af sýningu á hinu stórfenglega verki "Aurora Borealis".Höfundinn þarf vart að kynna, þó oft umdeildur sé, er hann alþekktur fyrir sín sköpunarverk.Sýninginn í kvöld var að þessu sinni afar tilkomumikil,sviðið spannaði um víðan völl eins og oft áður.Ekki var ég svo mikið var við aðra sýningargesti, en alltaf má búast við góðri aðsókn í hvert sinn sem sýning stendur yfir.það er nú svo að oft "falla" sýningar niður vegna veðurs, í þessu magnaða útileikhúsi.Annað sem einkennir þetta verk að það er lítið auglýst fyrirfram, en þó koma sýningargestir víða að erlendis frá.Mæli með þessu verki, það svíkur sjaldan og aðgangur er ókeypis á þetta stærsta útileikhús í gjörvöllum heimi.Já og þetta er búið að vera ótrúlega lengi á "fjölunum"!

 

Sá á fund sem finnur.

Byrjaði vaktina á að fara á starfsmannafund hjá okkur. Mæting var skelfilega léleg og mættu þeir síst sem mest höfðu undir. Nýjir samningar voru til umræðu og sitt sýndist hverjum. Ein tillaga kom fram, um að afmælisframlög yrðu hækkuð úr 600 kall í þúsund.Þótti mér það of stórt stökk og lagði til 800 kr. skyldi nægilegt. Þegar til atkvæða kom, áttaði ég mig á að næsta ár yrði ég f***tugur og lagði þá til að hækkað yrði upp í 1200 kall! Voru gerð þá hróp að mér og sá mig tilneyddan að leggja á flótta.

Wednesday, October 18, 2006

 

Í annríki fábreyttra daga?


Sennilega brotið ákvæði um löglega hvíld í gær? Svaf bara í 4 tíma u.þ.b. Fór með tíkina út að hlaupa(sic), þaðan lá leiðin í Lindarsmárann til borgunar reiknings vegna símnotkunar, svo inntók reiðskjóturinn brennsluefni sem Skeljungur Group skaffaði fyrir vægt gjald og ég lét hafa mig í eitt húnetippe-tilboð. Þaðan skyldi haldið á Hverfisgötu til fullnustu skuldar/sektar vegna ólöglegrar filmu í fremri hliðarrúðum jeppans sem mér var lánaður í sumar.Segir mér það, að það má þá ekki keyra um með sterk sólgleraugu? Tvö & fimm var útpungun sú.

Wednesday, October 11, 2006

 

Hvað næst?

Sá auglýsingu frá LG um nýjasta nýtt, ísskápur með sjónvarpsskjá! Kostar ca. hálfa milljón ef ég man rétt.Hvað er það? Hvað verður sameinað næst? Dettur í því sambandi, þátt í Seinfeld þegar Kramer var búinn að setja sorpkvörn í sturtuna.gat hann þá sameinað það að fara í sturtu og tekið uppvaskið í leiðinni!Annars eru sturtuklefar komnir með útvarp/CD t.d. og eflaust komnir með sjónvarpsskjá, þó ég hafi ekki rekist á það. Er ekki best bara að stíga skrefið enn lengra og sameina sturtu,ísskáp,hljómflutningstæki, tölvuskjá og bara skella einni salernisskál inn í dæmið. Þá er nú flest komið held ég. Eða hvað?

Sunday, October 01, 2006

 

Flott hjá frænku!


Hamingjuóskir til Rögnu Bjargar! Var í dag að vinna einliðaleik kvenna á opna Tékkneska meistaramótinu í badminton! Flott stelpan! Var nýkominn í kvöld til Slóvakíu,eftir 15 tíma lestarferð, að keppa í móti þar.Gangi þér sem best þar, þú ert bara að gera það gott!

Það verður ekki sagt það sama um KR-ingana í Laugardalnum í gær.Þvílík vonbrigði! Það ekki svo sem meira um það að segja.Grafið og gleymt!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?