Monday, May 29, 2006

 

Videre.



Hentugt í ferðalagið?

Talandi um ferðalög: Sá á http://www.blog.central.is/annav/ að sumir eru að skella sér eitthvað um hvítasunnuna.Er sjálfur að uppgvöta, þó ég hafi vitað það fyrir löngu, að það er vaktartörn alla þá helgi.Það er bara "Bö" eins og einn góður kallar það. Rétt í þessum rituðu orðum, var "Bangsinn" að hringja og láta vita að Mogginn væri kominn í hús.Hefst þá dreifinginn.Með síðustu verkum næturinnar.Adios muchaccos, auf widersien,parlei vú vattefer.


Sunday, May 28, 2006

 

Purrkur.

Var sem betur fer á vakt í nótt og slapp við Keflavíkur-ófögnuðinn í gærkvöld! Ætla ekki að ræða það frekar! Að öðru leiti frekar annars fúlt framan af gærkvöldið. Var í léttum pirring yfir flestu! Kannski vegna vanmetins vansvefns? Var allavega svona, já ansi tæpur á geðinu. Hristi það af mér, er á leið. Veit svo sem ástæðuna svona eftir á. Rólegt, alltof rólegt núna á vaktinni.Það er að vísu gott miðað við hvar maður vinnur. Menn berjast við að halda meðvitund.

Fékk staðfestingu og einskonar afsal í gær. Hef lokið við að borga rúmið mitt! Stoltur kom ég við heima í dag, þar sem hef lítið átt viðveru undanfarið, lagðist í rúmið og stundi í hljóð:"Ég á þig".

Dettur í hug í framhaldi af fréttinni um gamalmennið sem var "sótt" á elliheimilið og dreginn á kjörstað af tveim fylgdarmönnum til að "kjósa". Til hverra ráða grípa þessir D-áða D-rengir næst? Verða framliðnir grafnir upp og dröslað á kjörstað með þeim orðum "Við þekktum hann og vitum hvað hann HEFÐI kosið" ! Manni er bara spurn.

Saturday, May 27, 2006

 

"Ó þú hýri Hafnarfjörður".

Frænka mína kæra sem búið hefur í Firðinum um alllangt skeið, hefur verið réttlætanlega svo sem að mæra Samfylkinguna fyrir frammistöðuna í bæjarmálum, þá sér í lagi fyrir málefni barna-og unglinga. Þeir hafa greinilega uppskorið samkvæmt því í kjörkössunum. Gott allt um það að segja.Hjó þó eftir einu, framsókn fékk á fjórða hundruð atkvæði. Gleður mig að í gamla Krata-og Sjallabælinu fyrirfinnist þetta margir frammarar! Finnst það nauðsynlegt að í Hafnarfirði séu að jafnaði alltaf búsettir stór hópur framsóknarmanna. Góð vinkona mín er reyndar einn af forystukonum þeirra þar í bæ, ásamt sínum ágæta manni. Fyrir utan þau hef ég reyndar aldrei rekist á framsóknar mann í Firðinum, þá ég hef átt þangað erindi og hef ég haft þau mörg í gegnum tíðina. Svo ég komi aftur að frænku minni, þá eru það örugglega ekki framsóknarfólk, þau hjónin og nágrannar hennar, sem hafa verið að leggja hana í einelti undanfarið og reynt að gera henni sem mest til miska. Skilst að þau tilheyri allt öðrum "trúarhóp" sem þó hefur náungarkærleikann að leiðarljósi. Kannski það eigi að gerast með öfugum formerkjum? Frænka, haltu þínu striki.Þú hefur ekkert gert sem réttlætir þessa framkomu, um það er ég sannfærður! Þú átt þér marga fylgismenn og enn fleiri sem standa þér afar nálægt. Come on girl!!

 

"I did'nt see it!"

Skyldu þetta vera framsóknarmenn? Þá með tilliti til úrslit kosningana í kvöld! Annars er ég ánægður í einu tilliti, hvað varðar úrslit varðar og kemur þar framsóknarmaður við sögu. Hefði jafnvel kosið hann ef ekki bara fyrir það að hans hjarta slær í takt við mitt, að tvennu leyti. yfirlýstur stuðningur hans við bæði það sem fram fer á White Hart Lane N17 og við Frostaskjól 107. Það sýnir bara að það er sumum framsóknarmönnum jafnvel viðbjargandi!

Hvað myndina varðar að öðru leyti, þá sé ég við nánari skoðun, að sá sem situr fjær, er sláandi líkur Lúlla stórvini mínum! Hann er að vísu ekki framsóknarmaður, telst seint vera það. Hans pólítísku skoðanir liggja í allt aðra átt. Ætla svo sem ekki að blanda honum frekar í þessar hugleiðingar! Annars var ég staddur á kappleik um daginn þar sem X-D var að dreifa vatnsflöskum þeim merktum í hunduðavís. Vinkona ein rétti mér eina með þeim orðum að ég vissi væntanlega hvert mitt atkvæði skyldi fara. Svara að bragði að hún gæti látið alla aðra en mig smakka á þeim drukk.Hneyksluð á tilsvari mínu,snéri hún sér á hæl og átti ekki við mig frekari orð þann dag. Gekk greinilega út frá því að ég aðhylltist þann flokk. Viðurkenni að mér gramdist það við hana, ætla samt ekki að erfa það við hana. Hún nafna verður bara að umbera!

Geri grein fyrir mínu atkvæði í dag: Þar sem ég á um þessar mundir á lögheimili í Garðabæ, þá varð A-listinn fyrir valinu. Valið stóð á milli þess eða skila auðu. Tek fram að kjörstaðurinn var einn sá flottasti sem ég hef kosið á! Mela-og Hagaskóli eru þeir einu sem ég hef kosið í fram að þessu. Þar svífa yfir þó gamlir andar, sem ekki er hægt að líta framhjá. Vonadi á ég eftir að krossa við atkvæði mitt þar aftur í framtíðinni.

Friday, May 26, 2006

 

Allur gangur.


Byrja á því að afsakast, var búinn að lofa að kíkja við hjá dóttir vinar míns, áður en ég mætti á næturvakt.Hún var að halda upp á útskrift, en ég því miður komst ekki sökum anna. Verð að bæta úr því um helgina.

Allt annað gengur sinn gang. Breyttar aðstæður kalla á breyttan hugsunargang. Töluverð umskipti hjá kallinum mér. Vonandi og væntanlega til frambúðar.

Ætla að druslast til að kjósa í dag, í Garðabæ er víst um 2 lista að ræða, að mér skilst. Annars vegar Dé og hins vegar A-listi. Þá er um tvennt að ræða hjá manni: skila auðu eða kjósa A-listann. Hann samanstendur af framsókn-plús-samfylking. Einmitt, þá veit ég það!

Tuesday, May 23, 2006

 

Njósnir.

Það þarf enginn að látast vera hissa á hlerunum íhaldsmanna, á árunum 1949-68. CIA var með íslenskt starfsfólk á launum á þessum árum.Þar á meðal einn lagana vörð sem hafði það á könnu sinni að taka ljósmyndir af göngufólki á baráttudegi verkalýðsins, þann 1. maí hvert ár. Þessir menn voru ekkert að haga sér mikið öðruvísi heldur enn þeir sem réðu ríkjum í þeim sóvétríkjum sem þeir beindu hvað mest spjótum sínum gegn, fyrir einmitt njósnir af samborgurum og afskiptasemi af lífsháttum, pólítískum skoðunum og skoðunarfrelsi almennt. Það hefur greinilega ekki verið neitt mál að fá þessa úrskurði frá dómurum, á sínum tíma. Þeim svæntanlega runnið blóðið til skyldunnar. Hvernig skyldi núverandi dómsm.ráðherra vilja tjá sig um þetta mál?

Friday, May 19, 2006

 

Júró & fleira.

Jú, undirbúningur stendur sem hæst fyrir Júró-partýið annað kvöld. Þessi mynd var tekinn síðdegis, er aðföng voru að berast í hús. það stefnir í að mæting verði yfir meðallag, flestir hafa staðfest komu sína, matseðilinn liggur fyrir.Mun það vera af nýslátruðu. Meðlætið og viðbitið mun ekki svíkja, ef ég þekki rétt. Undirritaður er búinn að gera ráðstafanir þess efnis að þurfa ekki að mæta á sunnudagsvaktina, skilningsríkur vinnufélagi sá aumur á kallgarminum, ætlar rífa sig upp á sunnudagsmorgni.Reyndar er það svo að honum vantaði skipti og lá þetta því best við höggi. Ekki svo verra að eiga frí, nýta daginn til annars.

Thursday, May 18, 2006

 

Reunion./Endurfundir.


Þau voru hér um daginn í smá stoppi, hjónin frá Alabama, Kiddý og Sonny ásamt dætrum og barnabörnum. Hittumst heima hjá systir í matarveislu ásamt öðru tilheyrandi. Flott að endurnýju gömul kynni. Mikið grín/mikið gaman!

Saturday, May 13, 2006

 

Grútur-labbakútur.

Alveg grútsyfjaður, núna á sunnudagsmorgni, eftir síðustu næturvakt. Sé sæng og allt það sem hún inniheldur, í hillingum. Svo vakna aftur fyrir 2, fara í undirbúning.gera klárt fyrir heimsókn úr Hafnarfirði.Best að þeir hypji sig svo aftur heim, tómhentir.

Thursday, May 11, 2006

 


OK! Knowing me let, fixing you have got!

Wednesday, May 10, 2006

 

Bloggedí blogg.


Vorum tveir félagarnir að ræða saman um daginn um tilgang og hlutverk bloggsíðna og ekki síst hvað innihald þeirra ætti helst að geyma. Er það dagbókarformið helst eða kannski vettfangur þjóðfélagsgagnrýni og stjórnmálaumræðu. Sjálfum finnst mér dagbókarformið einna best, hef heyrt að ættingjar og vinir sem vita af tilvist síðunar, detta reglulega inn til að fylgjast með því sem annars hefðu ekki haft vitneskju um.Gott og vel, það er þá ástæða til, bara þar. Fái ég "kastið" endrum og eins, þá má láta gamminn geysa um dægurmál og annað sem manni liggur á hjarta.

Friday, May 05, 2006

 

Það er ýmislegt.

Hef mig varla í þetta, það er búið að vera margt og mikið í gangi! Ýmislegt hefur setið á hakanum, svo að segja, en það er nú bara þannig.Maður getur ekki gert allt,síst á gamalsaldri! Var veikur með flensuskít í gær og fyrradag, lá mestmegnis með hundinn flögrandi í kringum mig. Fékk svo afmælisgjöf afar góða, úr óvæntri átt, þó ekki samt. Skjögraði svo í vinnu í dag á síðustu vaktina. Svo er það Hrútafjörðurinn á morgunn, sækja heim móðursystur og fagna með henni níræðisaldri. Ætlum nokkur saman í kaffi og síðan heim um kvöldmatarleiti. Sú gamla er eina eftirlifandi af móður og föðursystkynum,þannig að tilefni til að renna norður.

Tuesday, May 02, 2006

 

Somebody buy this man a drink!


Skil ekki alveg hvað þeir meina með "took things just a little too far"??Get ekki séð að maðurinn hafi gengið of langt. Þarna sýndi hann bara hvað öllum sönnum Spurs-urum finnst!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?