Sunday, May 28, 2006
Purrkur.
Var sem betur fer á vakt í nótt og slapp við Keflavíkur-ófögnuðinn í gærkvöld! Ætla ekki að ræða það frekar! Að öðru leiti frekar annars fúlt framan af gærkvöldið. Var í léttum pirring yfir flestu! Kannski vegna vanmetins vansvefns? Var allavega svona, já ansi tæpur á geðinu. Hristi það af mér, er á leið. Veit svo sem ástæðuna svona eftir á. Rólegt, alltof rólegt núna á vaktinni.Það er að vísu gott miðað við hvar maður vinnur. Menn berjast við að halda meðvitund.
Fékk staðfestingu og einskonar afsal í gær. Hef lokið við að borga rúmið mitt! Stoltur kom ég við heima í dag, þar sem hef lítið átt viðveru undanfarið, lagðist í rúmið og stundi í hljóð:"Ég á þig".
Dettur í hug í framhaldi af fréttinni um gamalmennið sem var "sótt" á elliheimilið og dreginn á kjörstað af tveim fylgdarmönnum til að "kjósa". Til hverra ráða grípa þessir D-áða D-rengir næst? Verða framliðnir grafnir upp og dröslað á kjörstað með þeim orðum "Við þekktum hann og vitum hvað hann HEFÐI kosið" ! Manni er bara spurn.
Fékk staðfestingu og einskonar afsal í gær. Hef lokið við að borga rúmið mitt! Stoltur kom ég við heima í dag, þar sem hef lítið átt viðveru undanfarið, lagðist í rúmið og stundi í hljóð:"Ég á þig".
Dettur í hug í framhaldi af fréttinni um gamalmennið sem var "sótt" á elliheimilið og dreginn á kjörstað af tveim fylgdarmönnum til að "kjósa". Til hverra ráða grípa þessir D-áða D-rengir næst? Verða framliðnir grafnir upp og dröslað á kjörstað með þeim orðum "Við þekktum hann og vitum hvað hann HEFÐI kosið" ! Manni er bara spurn.