Saturday, June 30, 2007

 

Sjóreknir inniskór og hraktir heyflekkir.

Læt titilinn duga.Verður bara uppkast að sinni.

Friday, June 29, 2007

 

Af frömmurum,svenskum og kaupsýslu-Mýslu.

Það er aðeins léttara yfirbragðið á Vesturbæingum eftir úrslit gærkveldsins.Sætt að ná fyrsta sigrinum og stemmninginn í klefanum eftir leik var eitthvað sem maður hefur þráð að upplifa lengi.Blóðið er farð að renna aftur í okkur KR-ingum.Svo er bara að fylgja þessu eftir.Svo var gaman að hitta Gunna G. á leiknum,var við sína vinnu sem ljósmyndari, þó eins og hann sagði þá er þessi vettvangur,fótbolti/íþróttir ekki hans uppáhald! Svo var dregið í Evrópukeppninni í dag, við erum að fara til Gautaborgar að spila við Hacken.Væri gaman að fylgja liðinu út, en það er víst búið að ákveða ferð í Ófeig og ætli það verði ekki ofaná,við bræðurnir ætlum að skella okkur í 10-12 daga að vinna við gamla húsið.Segjum bara að við sláum Svíana út og maður skelli sér með í 2.umferð.Næsta víst.

Kláraði að flytja það síðasta úr Hafnafirði í kvöld, með dyggri aðstoð Lúlla.Fannst þetta óskemmtilegt og ekki það sem ég hefði viljað.Þýðir ekki að væla, en Sperran er afar ósátt með "flutninginn".Allt annað stóð til.Þar var allavega metnaður til staðar.-"Þetaerrbasona". Yeah right!

Frétti nú rétt í þessu að Glósala-familjen væri lent í Dómíníska,heil og höldu og komin á hótelið.Bestu kveðjur til þeirra "Benny", "Dorish", "Miss B", Eika bleika" og "Sigríði Dúnu". Veit að þau njóta dvalarinnar út í ystu æsu.Hvað er það?

Love Geemish.


Monday, June 25, 2007

 

ÓMJ og uppáhald Guðrúnar Símonar.

Sperran vaknaði nú upp rétt í þessu,ekki endilega við vondan draum,bara einn svona dæmigerðan þegar maður er með svona allt að því sótthita.Heilsan er búinn að vera frekar döpur í dag.Áhöld um hvort haldið verður til vinnu í fyrramálið.Þó maður hafi síðast í dag verið að gorta af því hversu fáar fjarvistir hafi verið hjá okkur undanfarið.Það er svo sem ekkert spurt að því! Annars gengur sambúðin nokkuð vel hjá okkur fjórum í Kópavoginum,þó heyrist mér sú elsta vera eitthvað að vera að kvarta um ónógan útivistartíma.Hún hefur bara ekki því miður sama frrjálsræði í þeim efnum og þau hálf-systkynin.Hún nýtur þess þó, að vera á sérkjörum hvað fæði varðar.Hættu því væli þínu,Meezla.

Hér þurfti ég að gera hlé á bloggsinu,því Sperran varð þess skyndilega áskynja að hann hafði nær því gleymt að fornvinur til margra ára,varð fimmtugur í dag(give or take a decade).Hér er ekki á ferðinni minni maður en Seyðfirðingurinn knái en jafnframt frái,Óttarr Magni.Stökk ég strax til og sendi ég afar hugljúft(væmið,jafnvel) essemm-ess til Berlínar þar sem kappinn er staddur.Það hefur ekki nást að senda kveðjuna fyrir miðnætti.Nú rétt í þessu barst mér svar essemmess-leiðis frá afmælisbarninu.Ég sendi til baka eftirfarandi: "Þar sem þú ert KR-ingur,Spurs-ari og sósíalisti,þá hlýtur þú að hafa eitthvað til brunns að bera!". Mér rennur í framhaldi, eiginlega blóðið til skyldunnar, að "minnast" Óttars frekar hér.Læt þó eitt atvik duga.Það var um árið er ég ákvað að bjóða honum í matarboð í Skjólunum eitt sinn.Óttarinn var sem oftar seinn fyrir,en er ég var að hræra í kjötkássunni minni víðfrægu,heyrði ég hann koma inn um dyrnar og var hann ekki kominn í sjónlínu er ég heyrði hann segja:"Þú verður að skutla mér á Slysó!"Blasti svo við mér alblóðugt andlitið.Hafði kappinn á reiðskjóti sínum(DBS?) mætt hindrun sem var í formi kyrrstæðar bifreiðar.Myndaðist við höggið þverrifa fyrir neðan þá þverrifu sem sjaldan hefur brugðist eiganda sínum.Upp á bekk á Slysó var þetta áréttað við hjúkrunarfræðinginn, sem var vinsamlegast var beðinn um að loka þverrifunni á viðkomandi.,enda ástæða til.

Hér í Kópavoginum, er nálgast nú miðnætti, er farinn að færast ró yfir íbúana.Ein var að skríða inn um gluggan rétt í þessu og best að fara að huga að fæðinu fyrir nóttina og vatni í skálarnar.Sperran fer sjálfur að huga að hvíldarstað og stund.Þó.

P.S. Hér verður að fylgja kveðja til Sverige.Átti samtal við "Dear Boy" í dag.Sorry Steini að ég gat ekki sökum anna talað lengur við þig. Anna "Maróla" bað að heilsa þér!

P.S. Steini. Ég hitti Snorra um daginn!!! Strákar!!!!????(Local humor).



Friday, June 22, 2007

 

Darn cats!

Kíkti við í Glósalina í morgun að kveðja ferðalangana, sem byrja förina í Lundúnum áður en herjað verður á strendur Dómíníska Lýðveldisins.Krakkarnir voru orðnir "fyre & flamme",spennan að ná hámarki.Svo bíður mín að vera "house-sitter" í fjarveru þeirra.Ég og kattarflóran öll.Hvað er það?

RÖV var að koma í gær frá Danaveldi í tveggja vikna heimsókn,verður gaman að hitta á frændann og gera eitthvað og sitthvað með honum.Skrepp sennilega upp á völl í nótt að ná í bróðir.Þau hjónin að koma frá Spanjólu,ásamt "fuglunum" sínum,bræðurnir barnabörnin.

Ekkert liggur fyrir um helgina nema hvíld.Vonandi ró líka.

Skrýtið.

Fátt ætti að koma manni á óvart í lífinu.Kannski.

Tuesday, June 19, 2007

 

Strandamaðurinn á bekknum!


Þetta er bara "bullandi skrift" eins og hann mundi sjálfur segja."Skrifaðu þig!"
Veit ekki hversu mikið erindi maður á inn á bloggið í dag.Atburðir komandi kvölds verða eflaust merkilegri en dagurinn sem er að líða.Þó var ég áðan að nefna það við nafna minn og samtarfsfélaga að við hefðum sloppið nokkuð vel frá deginum!Ekki gat hann neitað því,allavega ekki kröftulega.Fengum allavega greitt fyrir að mæta í 50 ára afmælisteiti.Hundruði pylsna og Coca-Cola runnnu ofaní mannskapinn og í ofanálag nokkrir fermetrar af marzipan-tertum.Ég varð af tertunni, sökum annara anna.Samt var ég ekki ósáttur.Rosalegur máttur, en enginn fyrirsláttur.Nú liggur bara fyrir að renna upp í Hvalfjörð með stráknum sem þarf að koma tíkinni fyrir í pössun, þar til móðir hennar kemur heim.Það er að segja ef umsjónarmaðurinn verður aftur orðinn "heill heilsu"-so to speak.Vona að svo lukkist til,annars hendi ég kallinum oní gil.Eða negli bak við þil.Nægir þetta bull að sinni.Kv. frá Landbroti.

Monday, June 18, 2007

 

Smá kynding.

London-ferðin var bara smá kynding! Fékk reyndar fá viðbrögð! Skrýtið?

Wednesday, June 13, 2007

 

Heimsóknir.

Það var nú þannig dagur....jú bara nokkuð gefandi svona á líta. Svaf (óviljandi) yfir mig til að byrja með, vaknaði samankurlaður í hönk upp í sófa.Lagði af stað óuppáhelltur,fyrsti bollinn beið mín í vinnunni.Reyndar húðskammaði 1 starfsmann um daginn, það er óskrifuð regla að næturvaktin á að vera búinn að hella uppá fyrir þá sem mæta útsofnir á morgnana.Sá hefur bætt um betur.Vinnu minnar vegna átti ég erindi á Lansann um hádegi og varð þess var að Inga lá þar inni eftir uppskurð daginn áður.Blóm fékk hún að sjálfsögðu með góðum óskum um bata. Stelpan sú löngu búinn með sinn kvóta af spítölum og aðgerðum.
Minnist hér á líka, námskeið/fyrirlestur í gær sem haldinn var á Sögu og við nafnanir H.J. sóttum.Fimm tíma lektúr með einum fyrirlesara, sem talaði bara norsku.Þetta var í ofanlag fyrirlestur um tæknileg atriði,að mestu.Ég lærði meiri norsku en ég hef hingað til lært á öllu mínu æviskeiði.Nojarinn var svona sambland af gamla eðlisfræðikennara mínum í gaggó og Robin Williams.Hann komst þó vel frá þessu.Við vorum að lokum leystir út með gjöfum.Kaffihitakrús,2 pennar og minniskubbur, að mig minnir.

Kláraði þau erindi sem ég bæði flutti og sinnti á Ellesshá HB og endasentist aftur í vinnuna.Þar tók ýmislegt við, nánast allt sem leystist farsællega.Þykir gott þar sem allt er ekki farsælislegast leyst um þessar mundir á þeim vígvelli sem flest okkar hafa þurft að heyja bæði stærri sem smærri orustur(eru 2 err í orustu?). Mikið rosalega er Sperran að verða mikið "fórnarlamb".Eða bara svona meðvitaður um sína meðvirkni? Stóð nú rétt í þessu sjálfan mig að því að skella uppúr um ágæti þessara hugleiðinga.Það hlýtur að vera meðvirkni.

Nýlokið er hér í Hafnarfirðinum, snæðingur af bestu gerð, í boði Anabanana.Um var að ræða roðflettann og beinlausan steiktan fisk.Að minni beiðni var laukur hafður sem eitt meðlætið.Laukur hefur ekki komið inn fyrir dyr á því heimili í áraraðir.Húsmóðirinn hefur megnustu andúð á sem tilheyrir lauk-stofninum.Undantekning var gerð í þetta sinn og var það vel metið. Reyndar var magnið slíkt að dugað hefði heilum vegavinnuverkamannagengi.
Þetta smakkaðist.takk for mej.

 

"Off the hook".

Það er farið að skýrast nokkuð með, hvenær Sperran kemst í sumarleyfi, verðskuldað frí eins og bróðir hefur orðað það.Mið-Júlí er áætlað en þarf að vera með viðveru um verzlunarmannahelgina.Það er nú svo að bregða menn á "flótta" þá helgina.Þá þeir sem eiga að standa vaktina, note bene sumarafleysingamenn! Þannig að það þarf að vera við öllu búinn.Ekkert er maður búinn að plana ferð norður í Ófeig, en er orðinn ansi óþreyjufullur að komast þangað. Hæsta lagi helgarferð, áður maður kemst í fríið.
Einhverjar þreyfingar eru í gangi með utanlandsferð í Ágúst, það skýrist von bráðar.Vinnan er búinn að vera nokkuð erilsöm,óvæntir atburðir sem taka þurfti á.Sumt eitt, miður skemmtilegt.Flestir vinnudagar teygjast upp í 10-11 tíma.

Kíkti í kaffi til bræðrana í Hafnarfirði í gær."Bóelskan" ætlaði að éta mann lifandi.Enda hefur kallinn saknað hennar mjög svo og mun ætíð gera.Gleði annars að sitja með "strákunum mínum" um stund og tyggja fituna.

Er "heim" ég kom, þá um kvöldið var ég eins og "hrakinn heyflekkur"!

"That´s all she wrote"!


Monday, June 04, 2007

 

Frigorifero.

Einhverjir hafa verið að rukka mann blogg, satt að segja ekki verið mikið að spá í það undanfarið.En, það má svo sem alltaf hripa eitthvað niður.Af nokkru nóg að taka, ef út í það er farið.Það hefur á ýmsu manns daga drifið, síðan síðasta blogg.Fátt sem þó telst til stórra tíðinda, nema kannski helst að Sperran er að flytja,reyndar aðeins búinn að flytja lögheimilið og er á pínulitlum hrakhólum sem stendur.Það er þó að rofa til í þeim efnum og líklegast kominn í nýtt húsnæði innan nokkra vikna.Þetta stendur semsagt allt til bóta.Er það ekki.Hlýtur að vera.

Undanfarið staðið yfir afmæli, útskriftir og annars konar fleiri fjölskyldusamkomur, sem veittu öllum viðkomandi bæði yndi og unað,með áherzlu á yndið! Þvílíkt flott og töff afmælið hjá Önnu frænku.Sú var par ánægð. Svo var "Miss B" að útskrifast á föstudag, ítrekaðar hamingjuóskir með það! Svo er það feðginin Mike & Michelle, stödd hér í heimsókn frá Penn og hafa þau haft ómælda ánægju af mörgum veislunum í fjölskyldunni, undanfarið.Stefnan að taka sér 2ja daga frí og skreppa með þeim út úr bænum í vikunni.

Sperran snýr sér hér með út í horn í bili og tekur létt meðvirkniskast!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?