Monday, June 25, 2007
ÓMJ og uppáhald Guðrúnar Símonar.
Sperran vaknaði nú upp rétt í þessu,ekki endilega við vondan draum,bara einn svona dæmigerðan þegar maður er með svona allt að því sótthita.Heilsan er búinn að vera frekar döpur í dag.Áhöld um hvort haldið verður til vinnu í fyrramálið.Þó maður hafi síðast í dag verið að gorta af því hversu fáar fjarvistir hafi verið hjá okkur undanfarið.Það er svo sem ekkert spurt að því! Annars gengur sambúðin nokkuð vel hjá okkur fjórum í Kópavoginum,þó heyrist mér sú elsta vera eitthvað að vera að kvarta um ónógan útivistartíma.Hún hefur bara ekki því miður sama frrjálsræði í þeim efnum og þau hálf-systkynin.Hún nýtur þess þó, að vera á sérkjörum hvað fæði varðar.Hættu því væli þínu,Meezla.
Hér þurfti ég að gera hlé á bloggsinu,því Sperran varð þess skyndilega áskynja að hann hafði nær því gleymt að fornvinur til margra ára,varð fimmtugur í dag(give or take a decade).Hér er ekki á ferðinni minni maður en Seyðfirðingurinn knái en jafnframt frái,Óttarr Magni.Stökk ég strax til og sendi ég afar hugljúft(væmið,jafnvel) essemm-ess til Berlínar þar sem kappinn er staddur.Það hefur ekki nást að senda kveðjuna fyrir miðnætti.Nú rétt í þessu barst mér svar essemmess-leiðis frá afmælisbarninu.Ég sendi til baka eftirfarandi: "Þar sem þú ert KR-ingur,Spurs-ari og sósíalisti,þá hlýtur þú að hafa eitthvað til brunns að bera!". Mér rennur í framhaldi, eiginlega blóðið til skyldunnar, að "minnast" Óttars frekar hér.Læt þó eitt atvik duga.Það var um árið er ég ákvað að bjóða honum í matarboð í Skjólunum eitt sinn.Óttarinn var sem oftar seinn fyrir,en er ég var að hræra í kjötkássunni minni víðfrægu,heyrði ég hann koma inn um dyrnar og var hann ekki kominn í sjónlínu er ég heyrði hann segja:"Þú verður að skutla mér á Slysó!"Blasti svo við mér alblóðugt andlitið.Hafði kappinn á reiðskjóti sínum(DBS?) mætt hindrun sem var í formi kyrrstæðar bifreiðar.Myndaðist við höggið þverrifa fyrir neðan þá þverrifu sem sjaldan hefur brugðist eiganda sínum.Upp á bekk á Slysó var þetta áréttað við hjúkrunarfræðinginn, sem var vinsamlegast var beðinn um að loka þverrifunni á viðkomandi.,enda ástæða til.
Hér í Kópavoginum, er nálgast nú miðnætti, er farinn að færast ró yfir íbúana.Ein var að skríða inn um gluggan rétt í þessu og best að fara að huga að fæðinu fyrir nóttina og vatni í skálarnar.Sperran fer sjálfur að huga að hvíldarstað og stund.Þó.
P.S. Hér verður að fylgja kveðja til Sverige.Átti samtal við "Dear Boy" í dag.Sorry Steini að ég gat ekki sökum anna talað lengur við þig. Anna "Maróla" bað að heilsa þér!
P.S. Steini. Ég hitti Snorra um daginn!!! Strákar!!!!????(Local humor).
Hér þurfti ég að gera hlé á bloggsinu,því Sperran varð þess skyndilega áskynja að hann hafði nær því gleymt að fornvinur til margra ára,varð fimmtugur í dag(give or take a decade).Hér er ekki á ferðinni minni maður en Seyðfirðingurinn knái en jafnframt frái,Óttarr Magni.Stökk ég strax til og sendi ég afar hugljúft(væmið,jafnvel) essemm-ess til Berlínar þar sem kappinn er staddur.Það hefur ekki nást að senda kveðjuna fyrir miðnætti.Nú rétt í þessu barst mér svar essemmess-leiðis frá afmælisbarninu.Ég sendi til baka eftirfarandi: "Þar sem þú ert KR-ingur,Spurs-ari og sósíalisti,þá hlýtur þú að hafa eitthvað til brunns að bera!". Mér rennur í framhaldi, eiginlega blóðið til skyldunnar, að "minnast" Óttars frekar hér.Læt þó eitt atvik duga.Það var um árið er ég ákvað að bjóða honum í matarboð í Skjólunum eitt sinn.Óttarinn var sem oftar seinn fyrir,en er ég var að hræra í kjötkássunni minni víðfrægu,heyrði ég hann koma inn um dyrnar og var hann ekki kominn í sjónlínu er ég heyrði hann segja:"Þú verður að skutla mér á Slysó!"Blasti svo við mér alblóðugt andlitið.Hafði kappinn á reiðskjóti sínum(DBS?) mætt hindrun sem var í formi kyrrstæðar bifreiðar.Myndaðist við höggið þverrifa fyrir neðan þá þverrifu sem sjaldan hefur brugðist eiganda sínum.Upp á bekk á Slysó var þetta áréttað við hjúkrunarfræðinginn, sem var vinsamlegast var beðinn um að loka þverrifunni á viðkomandi.,enda ástæða til.
Hér í Kópavoginum, er nálgast nú miðnætti, er farinn að færast ró yfir íbúana.Ein var að skríða inn um gluggan rétt í þessu og best að fara að huga að fæðinu fyrir nóttina og vatni í skálarnar.Sperran fer sjálfur að huga að hvíldarstað og stund.Þó.
P.S. Hér verður að fylgja kveðja til Sverige.Átti samtal við "Dear Boy" í dag.Sorry Steini að ég gat ekki sökum anna talað lengur við þig. Anna "Maróla" bað að heilsa þér!
P.S. Steini. Ég hitti Snorra um daginn!!! Strákar!!!!????(Local humor).