Saturday, October 13, 2007

 

Flan

Gamla vinnan "narraði" mig á næturvakt í kvöld.Var ekkert svo sem að gera neitt annað sem hugsanlega væri þess meira spennandi.Því ekkert annað en að skella sér á eina vökunótt.Lenti eiginlega á "gömlu" grúppunni, svo þetta er nokkuð gott.

Rakst á Kalla á leiðinni í kvöld, sagðist meðal annars hafa séð lágfótu í grennd við Vífilsstaði.Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart,þar hafa verið að sjást í grennd við IKEA m.a. og niðri við höfnina í Hafnarfirði og sjálfsagt víðar.Þetta þarf að éta líkt og aðrar skepnur.Fara þær næst að kíkja inn til manns.Gott að maður er ekki með "cat-flap"! Nei, annars þær reyna í lengstu lög að vera í náinni snertingu við mannskepnuna.

Skrýtin tík, þessi pólítík.

Margt annað sem hægt væri að tíunda, en væri að brjóta "trúnaðarsamkomulag" ef ég upplýsti um það frekar! Sumt mun ekki og á ekki hér erindi inn.Það bíður kannski seinni tíma.

Lengra og ekki hingað.

Wednesday, October 10, 2007

 

Q 4 U?

Barningur, sem slíkur í vinnunni undanfarið.Tekist hressilega á í ýmsum málum! Hressilegt segi ég bara, því fátt betra en að hreinsa loftið. Sé fram á að verulega verði tekið á.Margt í burðarliðunum.Ekki miklar hallarbyltingar, en það er margt sem þarfnast endurskoðunar. Þess utan er maður búinn að skrá sig á 5-6 námskeið í þessum mánuði og næsta.Þar ber hæst tölvunámskeið, tekinn grunnurinn og önnur klassísk.Svo eru tvö stjórnunarnámskeið, eða því tengt með í pakkanum.Mannleg samskipti. Alls gera þetta 60 tímar sem nýtast upp um einn launaflokk. Allavega langleiðina.

Saturday, October 06, 2007

 

Va jú?

Þekktist í gær boð Dóru um að mæta í heimalagaðri flatböku ásamt góðdrykknum Chianti.Hvorugt sveik. "Hlandan" eins og vinur einn góður minn kallar "pissu" var með eindæmum góð. Svefn sótti að Sperrunni ásamt öðrum heimilisbúum, eftir að hafa ljáð augu okkar einum raunveruleikaþætti. Fór svo að lokum að undirritaður gisti hjá Glósala fjölskyldunni. Eftir morgunverð, sem samanstóð af kaffi og Morgunblaðinu, var haldið af stað í heimsókn og samsetningu á kommóðu hjá Ellý systir.Við "Tabs" unnum þetta saman af alkunnri snilld, höfðum ekki fyrir löngu síðan skellt einnri álíka kommóðu saman.

Er líða tók á daginn, leiddi eitt ýmistlegt að öðru, sem orsakar það og veldur að við nokkur frændsystkynin ætlum að njóta kvöldverðar saman á einum af velþekktari knæpum Kópavogsbæjar, ásamt því njóta túlkunar ýmsra listamanna á dægurlögum þeim er við stórsveitina Queen eru kenndar.Fremstur þar í flokki verður víst Magni, að mér skilst.Látum oss sjá og gerum góðan róm.

Sigríður Björk er svo á morgun að fagna 8 ára afmæli sínu. "Líttan" eins og sumir kalla hana. Þar mæta allir þeir er vettlingi geta valdið.

Thursday, October 04, 2007

 

Út á stoppistöð.

Bara nokkuð hress í morgunsárið, þrátt fyrir að hafa ekki náð enn að losa mig við kvefpestina.Er samt ekki að gera neina stóra hluti í vinnunni í dag.Samráðsfundurinn var haldinn í gær og vorum við að kynna starfsemi okkar deildar.Fórum yfir þetta á hálfgerðum handahlaupum, úthlutaður tími fyrir hverja deild var frekar knappur.Ætli okkur hafi ekki tekist nokk vel til.

Heyrði í Lúlla í gær og ræddum aðeins um hvenær við hendumst í skiltin vesturfrá og annað uppgjör hjá Stórveldinu, eftir sumarið.Eitthvað er okkur líka að detta í hug Lundúnaferð eftir áramót og gefst mér þá tækifæri á að nýta mér inneignina hjá Icelandair sem félagarnir færðu mér að gjöf.Þá verður farið á "Mekka"!- Kallinum leiðist nú ekki að fara þangað!


Búinn að setja myndirnar frá KPH á myndasíðuna og líka úr afmælinu um daginn-fyrir þá sem hafa áhuga.

Wednesday, October 03, 2007

 

Volosvej


Vorum í aldeilis góðu fríi í Kaupmannahöfn í 8 daga.Gistum sem fyrr hjá Sæla & Sigrúnu á Volosvej.Kiddý og Sonny komu reyndar einum degi fyrr og voru með okkur í fjóra daga.Svo var systursonurinn á staðnum að sjálfsögðu.Ekkert fórum við víða um svo sem, en gerðum fullt af skemmtilegum hlutum.Nokkuð heppinn með veður og nutum þess að hafa það gott saman.Þakka fyrir þessa afmælisgjöf, þetta var í alla staði góður túr.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?