Tuesday, June 19, 2007

 

Strandamaðurinn á bekknum!


Þetta er bara "bullandi skrift" eins og hann mundi sjálfur segja."Skrifaðu þig!"
Veit ekki hversu mikið erindi maður á inn á bloggið í dag.Atburðir komandi kvölds verða eflaust merkilegri en dagurinn sem er að líða.Þó var ég áðan að nefna það við nafna minn og samtarfsfélaga að við hefðum sloppið nokkuð vel frá deginum!Ekki gat hann neitað því,allavega ekki kröftulega.Fengum allavega greitt fyrir að mæta í 50 ára afmælisteiti.Hundruði pylsna og Coca-Cola runnnu ofaní mannskapinn og í ofanálag nokkrir fermetrar af marzipan-tertum.Ég varð af tertunni, sökum annara anna.Samt var ég ekki ósáttur.Rosalegur máttur, en enginn fyrirsláttur.Nú liggur bara fyrir að renna upp í Hvalfjörð með stráknum sem þarf að koma tíkinni fyrir í pössun, þar til móðir hennar kemur heim.Það er að segja ef umsjónarmaðurinn verður aftur orðinn "heill heilsu"-so to speak.Vona að svo lukkist til,annars hendi ég kallinum oní gil.Eða negli bak við þil.Nægir þetta bull að sinni.Kv. frá Landbroti.

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?