Wednesday, June 13, 2007
"Off the hook".

Einhverjar þreyfingar eru í gangi með utanlandsferð í Ágúst, það skýrist von bráðar.Vinnan er búinn að vera nokkuð erilsöm,óvæntir atburðir sem taka þurfti á.Sumt eitt, miður skemmtilegt.Flestir vinnudagar teygjast upp í 10-11 tíma.
Kíkti í kaffi til bræðrana í Hafnarfirði í gær."Bóelskan" ætlaði að éta mann lifandi.Enda hefur kallinn saknað hennar mjög svo og mun ætíð gera.Gleði annars að sitja með "strákunum mínum" um stund og tyggja fituna.
Er "heim" ég kom, þá um kvöldið var ég eins og "hrakinn heyflekkur"!
"That´s all she wrote"!