Wednesday, May 10, 2006
Bloggedí blogg.
Vorum tveir félagarnir að ræða saman um daginn um tilgang og hlutverk bloggsíðna og ekki síst hvað innihald þeirra ætti helst að geyma. Er það dagbókarformið helst eða kannski vettfangur þjóðfélagsgagnrýni og stjórnmálaumræðu. Sjálfum finnst mér dagbókarformið einna best, hef heyrt að ættingjar og vinir sem vita af tilvist síðunar, detta reglulega inn til að fylgjast með því sem annars hefðu ekki haft vitneskju um.Gott og vel, það er þá ástæða til, bara þar. Fái ég "kastið" endrum og eins, þá má láta gamminn geysa um dægurmál og annað sem manni liggur á hjarta.