Saturday, May 27, 2006
"I did'nt see it!"
Skyldu þetta vera framsóknarmenn? Þá með tilliti til úrslit kosningana í kvöld! Annars er ég ánægður í einu tilliti, hvað varðar úrslit varðar og kemur þar framsóknarmaður við sögu. Hefði jafnvel kosið hann ef ekki bara fyrir það að hans hjarta slær í takt við mitt, að tvennu leyti. yfirlýstur stuðningur hans við bæði það sem fram fer á White Hart Lane N17 og við Frostaskjól 107. Það sýnir bara að það er sumum framsóknarmönnum jafnvel viðbjargandi!
Hvað myndina varðar að öðru leyti, þá sé ég við nánari skoðun, að sá sem situr fjær, er sláandi líkur Lúlla stórvini mínum! Hann er að vísu ekki framsóknarmaður, telst seint vera það. Hans pólítísku skoðanir liggja í allt aðra átt. Ætla svo sem ekki að blanda honum frekar í þessar hugleiðingar! Annars var ég staddur á kappleik um daginn þar sem X-D var að dreifa vatnsflöskum þeim merktum í hunduðavís. Vinkona ein rétti mér eina með þeim orðum að ég vissi væntanlega hvert mitt atkvæði skyldi fara. Svara að bragði að hún gæti látið alla aðra en mig smakka á þeim drukk.Hneyksluð á tilsvari mínu,snéri hún sér á hæl og átti ekki við mig frekari orð þann dag. Gekk greinilega út frá því að ég aðhylltist þann flokk. Viðurkenni að mér gramdist það við hana, ætla samt ekki að erfa það við hana. Hún nafna verður bara að umbera!
Geri grein fyrir mínu atkvæði í dag: Þar sem ég á um þessar mundir á lögheimili í Garðabæ, þá varð A-listinn fyrir valinu. Valið stóð á milli þess eða skila auðu. Tek fram að kjörstaðurinn var einn sá flottasti sem ég hef kosið á! Mela-og Hagaskóli eru þeir einu sem ég hef kosið í fram að þessu. Þar svífa yfir þó gamlir andar, sem ekki er hægt að líta framhjá. Vonadi á ég eftir að krossa við atkvæði mitt þar aftur í framtíðinni.
Hvað myndina varðar að öðru leyti, þá sé ég við nánari skoðun, að sá sem situr fjær, er sláandi líkur Lúlla stórvini mínum! Hann er að vísu ekki framsóknarmaður, telst seint vera það. Hans pólítísku skoðanir liggja í allt aðra átt. Ætla svo sem ekki að blanda honum frekar í þessar hugleiðingar! Annars var ég staddur á kappleik um daginn þar sem X-D var að dreifa vatnsflöskum þeim merktum í hunduðavís. Vinkona ein rétti mér eina með þeim orðum að ég vissi væntanlega hvert mitt atkvæði skyldi fara. Svara að bragði að hún gæti látið alla aðra en mig smakka á þeim drukk.Hneyksluð á tilsvari mínu,snéri hún sér á hæl og átti ekki við mig frekari orð þann dag. Gekk greinilega út frá því að ég aðhylltist þann flokk. Viðurkenni að mér gramdist það við hana, ætla samt ekki að erfa það við hana. Hún nafna verður bara að umbera!
Geri grein fyrir mínu atkvæði í dag: Þar sem ég á um þessar mundir á lögheimili í Garðabæ, þá varð A-listinn fyrir valinu. Valið stóð á milli þess eða skila auðu. Tek fram að kjörstaðurinn var einn sá flottasti sem ég hef kosið á! Mela-og Hagaskóli eru þeir einu sem ég hef kosið í fram að þessu. Þar svífa yfir þó gamlir andar, sem ekki er hægt að líta framhjá. Vonadi á ég eftir að krossa við atkvæði mitt þar aftur í framtíðinni.