Saturday, May 27, 2006
"Ó þú hýri Hafnarfjörður".
Frænka mína kæra sem búið hefur í Firðinum um alllangt skeið, hefur verið réttlætanlega svo sem að mæra Samfylkinguna fyrir frammistöðuna í bæjarmálum, þá sér í lagi fyrir málefni barna-og unglinga. Þeir hafa greinilega uppskorið samkvæmt því í kjörkössunum. Gott allt um það að segja.Hjó þó eftir einu, framsókn fékk á fjórða hundruð atkvæði. Gleður mig að í gamla Krata-og Sjallabælinu fyrirfinnist þetta margir frammarar! Finnst það nauðsynlegt að í Hafnarfirði séu að jafnaði alltaf búsettir stór hópur framsóknarmanna. Góð vinkona mín er reyndar einn af forystukonum þeirra þar í bæ, ásamt sínum ágæta manni. Fyrir utan þau hef ég reyndar aldrei rekist á framsóknar mann í Firðinum, þá ég hef átt þangað erindi og hef ég haft þau mörg í gegnum tíðina. Svo ég komi aftur að frænku minni, þá eru það örugglega ekki framsóknarfólk, þau hjónin og nágrannar hennar, sem hafa verið að leggja hana í einelti undanfarið og reynt að gera henni sem mest til miska. Skilst að þau tilheyri allt öðrum "trúarhóp" sem þó hefur náungarkærleikann að leiðarljósi. Kannski það eigi að gerast með öfugum formerkjum? Frænka, haltu þínu striki.Þú hefur ekkert gert sem réttlætir þessa framkomu, um það er ég sannfærður! Þú átt þér marga fylgismenn og enn fleiri sem standa þér afar nálægt. Come on girl!!
Comments:
<< Home
Algjörlega er ég sammála þér. Mín vegna má þetta lið henda sér á skeljarnar 50 sinnum á dag ef það telur sig eitthvað betra.....vonandi þeirra vegna kemur ekki sá dagur að þau verði að horfast í augu við raunveruleikan eins og hann er......ég ætla ekki að eyða meiri orku í þetta trúarlið.......Amen
your wonderful ant
Post a Comment
your wonderful ant
<< Home