Saturday, August 18, 2007

 

Múgur & margmenni.

Hvað sem öllu öðru líður....þá er ég ekki allavega að fara að hlaupa hálft eða heilt maraþon í dag.Þolmagnið ekki í því standi sem þyrfti til.Annað stendur til í dag.Þó dagskráin sé ekki þétt þá liggur fyrir að mæta hjá Dóru í "Tutto"-kvöldverð sem verður með menningarnæturs þemu...eða slíkt. Fram að því er áætlað að gjóa augum á Stórveldið í N-London, etja kappi við liðsmenn Derby County. Venjúið verður á einhverri knæpu þeirri sem hefur upp á þann búnað að bjóða, sem gerir kleift að ná þeim sendingum. Af öðrum veitingum sem þar kunna að vera á boðstólum hef ég ekki leitt hugann að, skýrist er nær dregur.

Annars sem títt er....það komið ansi nálægð sú stund að maður þurfi að koma sér í fastan viðverustað.Að búa í töskum og pokum er engum hollt til lengdar.Hef fengið að njóta velvilja þeirra sem næst manni standa í formi húsaskjóls, frá því að þær breytingar urðu sem orsaka "heimilisvanda" Sperrunar.Nú er þó vonandi að bregða til betri vegar.

Ekki lokum fyrir það skotið að rennt verði í Ófeig um næstkomandi helgi.Sumir eru orðnir óðir & uppvægir að fara í smá vinnuferð."Rakir & blautir um sig miðja"(A well known catchphrase within the family).Eitthvað hefur verið líka týnt til sem á rætur sínar að liggja til "Ljóta hirðirsins"! Það væri ekki úr vegi svo sem að skrattast þangað í fjóra daga eða svo.

Undirbúningur fyrir síðbúinn afmælisfagnað Sperrunar stendur nú sem hæst.Sem þýðir í raun að ég er eitthvað að draga lappinar með það!Þó þetta er allt að gera sig.Búið að velja stað og stund. Félagsheimili Stórveldisins varð fyrir valinu(G***i, 1 orð!) og stundið áttunda kvöld septembermánaðar stundvíslega milli klukkan 19°° og 20°°.Eða þar um bil. Allar gjafir munu renna til þekkts góðgerðarmanns.Einhver forföll hafa fyrirfram verið tilkynnt.Tveir ansi stórir póstar að mér þykir, verða forfallaðir.-Þar skal fremstan kalla til sögunar sjálfa "Grátmúrinn" sem hafði verið eyrnarmerktur sem MC, eða veislustjóri. Strendur Jóa Kalla heilla hann meir svo aðrar ráðstafanir þarf að gera.Svo er það "Strumpurinn" sjálfur Aka as KK. Sá er hefði ásamt fyrrnefndum "Grátmúr" verið kallaður upp til að hefja upp raust sína í hinu sígilda lagi "Júfóinn".Þar koma engir aðrir sem staðgenglar, svo það atriði verður niðufellt,því svo miður!

Að lokum er hér síðbúinn kveðja til "Mr. Stone" í Sverige.Sorry for not keeping more in touch, this summer.Hope you´re keeping well and in good spirits.-Svo er það hin eina sanna Anabana sem stödd er í USA. Off the hook kveðja til þeirra vinkvenna og gangi ykkur ferðin vel til Kentucky.

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?