Tuesday, March 06, 2007
"Over my dead body"! - It ain't gonna happen!
Á svo sem ekki að láta það koma sér á óvart.Það er einhvert lögfræðingstetur í bænum að gera tilboð í fjörðinn okkar.Reyndar heyrði ég tilboð upp á einar 140 milljónir í gær.Er hann sjálfsagt að akta í umboði einhvers "Nýríks". Af tilviljun hitti ég á Pétur í morgun og ræddum við þetta.Hann sagðist ekki hafa áhuga að verða auraapi, peningar mundu ekkert bæta neitt við það sem hann á nú þegar! Þetta eru viðbrögðin sem ég bæði átti von á og vonaðist eftir.Sé fyrir mér að það verði svona "shoot out" eða "siege" við gamla húsið, ef allt færi á versta veg, ef tækist með klækjum að komast yfir jörðina! Þá kæmi skiltið sem sást við veginn inn í fjörð, eitt sumarið, í góðar þarfir.Á því stóð: "Beware of locals!". Viljum ekki sjá "sæluna" okkar í höndunum á einhverjum hlandhausum sem ekkert hafa þarna að gera, sjálfsagt átt þarna leið hjá einhvern tímann.Allavega þá koma þeir ekki að "tómum kofanum".
Heyrði í Dear-boy í gær. Spjölluðum heillengi saman og var víða komið við.Vona bara að þetta fari að ganga betur hjá þér gamli vinur.Mundu orð Magnúsar!Bestu kveðjur til þín og vonast til að sjá þig fljótlega!
Ein "pirra" eða "pet peeve" í lokin(verður fastur liður hér).
Pirra dagsins: Þegar ég er að aka mínum bíl, þá er það veruleg pirring þegar farþeginn er að fikta í eða stilla miðstöðina,útvarpið eða jafnvel rúðuþurrkuna!Ég er sá sem ræð ferðinni!Viljir þú meiri/minni hita, skipta um útvarpsrás eða þurrka af rúðunni, þá skaltu biðja um það! Leave the controls to me!
Friday, March 02, 2007
Honky tonk.
http://www.rhapsody.com/playlistcentral/playlistdetail?playlistId=8639357
Svíkur varla þessi, sýnist hafa verið vandað til með lagavalið!