Wednesday, March 29, 2006
"Einbeittur brotavilji"!
Það er sama sagan með "Valsarann", ætlar ekki að taka sig á. Nú er búið að festa brotið á filmu! Að vísu nær ekki hjólið yfir línuna, en brot samt sem áður! Það verður tekið hart á þessu, enda um síendurtekinn brot að ræða.
Dæmi um þann húmor sem ríkir á þessum vinnustað(2), verið í hávegum hafður undanfarna daga, nokkrir hrekkir í gangi o.sv. fr. Einn fékk þau skilaboð frá vinnufélaga, að auðsótt væri að fara á skiptiborðið og fá fullhlaðið batterí í gemsann, sem og hann gerði, en gekk sneiptur frá. yfirmanneskja þar jós yfir hann skömmum og sagði það ekki vera þeirra, að skaffa hinum og þessum þannig þjónustu! Burt með þig, góði! Annars byrjar dagurinn í kaffistofunni, með fyrra morgunkaffi og umræðum. Vinnuna má ekki ræða fyrr en klukkan er rétt genginn níu, "Valsarinn" gefur þá merki með því að lyfta VINSTRI hendi, með vísifingur á lofti og þá í átt til Jóns "Búlka". Þá fyrst má hefja tal, er vinnuna varðar.EKKI fyrr! Þá skal geta þess, að ekki eru kveikt full ljós í kaffistofunni, það fellur í hlutverk eins lágvaxtnasta starfsmannsins að jöfnu, að kveikja full ljós. Ef hans nýtur ekki við, þá er leyfilegt að útnefna varamann. Þó eru sumir sem hafa brotið þessa reglu og er það þá helst "Gooly". Sá er yfirmaður málarans frá Leeds, sem mætir ætíð hálftíma fyrr, til þess eins að geta fengið sér kríu, áður en hann hefur störf. Margar aðrar óskrifaðar reglur gilda þarna, sem ekki verður farið nánar útí að sinni.