Friday, March 31, 2006
Höfum við gengið.....
Hér er verið að hylla Berg Hallberg Königzberg, nýkjörinn formann undirbúningsnefndar íslenskra herstöðvarandstæðinga, sem ber heitið; L.E.H.K.A.F!(Loksins er helv...kaninn að fara!). Bergur mun sjá um að skipuleggja síðustu Keflavíkurgönguna sem farinn verður,væntanlega. Stefnt er að því að fá sem flesta þá sem gengið hafa veginn í gegnum tíðina.Mun hljómsveitin Mannakorn taka lagið á leiðinni, flytja einmitt lagið "Í gegnum tíðina" af því tilefni. Er upp að hliði verður komið, flytur Megas : "Komdu & skoðaðu í kistuna mína". Margir þjóðfrægir herstöðvarandstæðingar láta sig ekki vanta, Jón Baldvin mun flytja erindið: "Gangan langa", Bubbi tekur lagið "Sjóvá stöðvar monníblús" , "10.000 laxar" & "Me and Bo". Svo má geta þess að deild innan herstöðvarandstæðinga sem kallast "Burtfluttir seyðfirskir allaballar" flytja leikþáttinn-"Lokaðu hurðinni á eftir þér!" Stefnt er að göngunni í byrjun maímánaðar.