Wednesday, March 15, 2006

 

Nafnar.


Mætti einn nýr starfsfélagi í vinnu í morgun.Þá erum við orðnir fimm nafnarnir! Af ca. 35 starfsmönnum samtals, telst það nokkuð gott hlutfall.Að vísu heitum við all nokkuð algengu nafni, samt sem áður nokkuð mikið af okkur. Þetta getur oft boðið upp á allskyns rugl og misskilning. Geri samt ekki meira úr því en tilefni er til. Hitti annars í morgun konu eina, sem starfar hér á stofnuninni. Vorum að rifja upp að við höfum "elt" hvort annað síðastliðna þrjá vinnustaði. Semsagt við höfum verið að rekast á hvort annað í nærri 30 ár. Ekki nóg með það, sem ég hafði reyndar gleymt, þá voru fyrrverandi tengdamóðir hennar og móðir mín, góðar vinkonur. Auk þess höfum við bæði flutt í Garðabæinn úr vesturbænum. Hvorugt okkar líkaði þau umskipti, munurinn sá að hún flutti tilbaka, ég á það eftir! Fleira get ég ekki rakið hér, sem gæti tvinnað okkur frekar saman, að minnsta kosti að svo stöddu. Samt má ekki skilja svo, ef einhver vill leggja frekari skilning í það?! Held það nú, eða þannig.P.S. mynd: "almost connected".

Comments:
Þá er bara að gefa þeim ný nöfn, eða auka nöfn. T.d. Jón granni, Jón bolti, Jón smiður, lati Jón og séra Jón. Eða var það kannski Guðmundur? góði, illi, stóri, hávaði, strompur. Þú átt örugglega eftir að fara á eftir "henni" góða ferð.
 
Hér sem og annars staðar, hefur ekki vantað upp á að menn öðlist viðurnefni.T.d. "grúturinn"-"spætan"-"fetið" og "guggan".
 
P.S. Má ekki gleyma "Bangsanum","Bogamanninum" og "Bollanum".Engir smá kallar, þar á ferð.Gef ekkert út með Jón eða Guðmund,það eru hér reyndar 3 Gunnar, 2 Lúllar og 2 Þórir t.d.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?