Thursday, March 16, 2006

 

Skotspónn.



Það nægði ein lítil prentvilla til, að Sperran varð að skotspóni vinnufélagana. Á útprentuðum miða varð orðið -ökutækja- óvart að: ökutæja. Að verða aðhlátursefni fyrir litla sök, mitt hlutskipti. Hlátur var annars meginþema dagsins. Siggi H. átti þar stærstan þátt, gat ekki setið á sér er nafni hans kallaði frá lagernum, að það væri komið fullt af vörum. Vildi hann fá nánari skýringu, hvort um væri að ræða, efri eða neðri varir?Annars, fyrir ókunna, þá er hægt að skilgreina þá nafnana, annar gengur undir viðurnefninu "bakarinn" eða "baker-man", með tilvísun í fyrra starf. Heldur betur verið létt yfir mannskapnum í dag, meira en venjulega. "Bangsinn" léttur á því, leiðist ekki að hrella umdirritaðann, ef færi gefst á. Þetta búið að vera ansi viðburðaríkur vinnudagur, af nokkrum "stórtíðindum" telst fremst að hafa tekist að fá Jay-Jay á 2 aukavaktir í beit! Svo er það leitin að nýjum vinnufélaga, sökum brottfalls úr okkar hóp. Það er búið að vera þjálfa einn, um nokkurt skeið, sá átti að byrja í morgun en tilkynnti "gugnun" þ.e.a.s. honum leist ekki á þetta eftri allt saman. Næsti umsækjandi mætti á svæðið, honum kynnt starfið í "hraðsuðu" og kvaddi með þeim orðum að sér litist nokkuð vel á. Stuttu seinna fékk yfirmaðurinn SMS(!) frá dreng þess efni að sér hefði rétt í þessu boðist álitlegri staða! Svo var það þessi í síðustu viku, kom hér og leit yfir, eftir að hafa sóst eftir vinnu.Það á sama veg, hringdi um kvöldið og tilkynnti um áhugaleysi sem hafði borið brátt á.Blessaður! Við reyndar teljum að Siggi hafi fælt þessa menn frá, hefði úthúðað bæði starfinu og starfsaðstæðum í þeirra garð, án vitundar okkar! Tómar getgátur reyndar, sem Siggi hefur sjálfur alveg húmor fyrir og tekur undir, ef eitthvað er.Svo vorum við, rétt í þessum rituðu bulli, að fá boltann tengdan.Fyrir þessa sjúku boltabullur, geta setið yfir leikjum um helgar.Minni þá bara á að, þeir fá ekki borgað fyrir þá iðju.Velkomið að kíkja á frívakt og glápa.-"Not on my watch"!


Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?