Friday, March 17, 2006
Teikninginn.
Var ekki lag með Steely Dan sem hét "My old school"? Var að rifja upp, einhverja hluta vegna, ýmislegt úr gamla Meló. T.d. þegar undirritaður var í sjö ára bekk og teiknaði bandaríska fánann í teiknitíma.Jóna kennari sem var og vonandi enn, sinnuð til vinstri í pólítík og var ekki par ánægð eins og gefur að skilja. Birtist frétt þess efnis í gamla Þjóðviljanum og var teikninginn sú arna, birt með fréttinni. Þetta þóttu nú ekki góðar tvíbökur, ameríkanasering ungviðsins var orðin greinilega áhyggjuefni. Í sjálfu sér ekki skrýtið, áhrif "kanasjónvarpsins" voru allnokkur, því íslenskt sjónvarp hafði ekki hafið göngu sína. Þó finnst manni eftirá séð, þarna var verið að gera úlfalda úr mýflugu. Þó, það var einn dagskrárliður í "kanasjónvarpinu" sem hét "The big picture". Þennan þátt man ég að hafa horft á sem barn og þegar ég lít tilbaka, þá var þetta þvílíkur sótsvartur áróður um gildi stríðsreksturs og "lýðræðisást" bandarískra stjórnvalda, sem þeir telja sig þurfa að útbreiða vítt um veröld. Líkt og þeir eru að framfylgja einmitt þessa dagana, í Írak.