Saturday, April 08, 2006
Það er svo undarlegt....
Var að fá uppgefið hvenær ég á að taka sumarfríið, það er fyrri partur þetta árið, ca. frá byrjun Júní fram í miðja Júlí. Þá er að fara skipuleggja. Hvenær verður farið í sveitina, hverjir ætla með og með hverjum o. sv. fr. Eitthvað verður um framkvæmdir, eflaust.Fer þó minnkandi, veit þó að ég verð að ganga frá þessum glugga. Var settur í fyrir 14 árum og enn ekki búið að ganga frá að innan! Annað hefur svo sem verið látið hafa forgang.
Það er þó ýmislegt annað á döfinni í sumar, jafnvel. Á inni boð um að heimsækja Siglufjörð, þangað aldrei komið. Vonandi verður þó svo í sumar. Lofaði víst að sækja heim, vin gamlan til Svíþjóðar, verður sennilega ekki fyrr enn með haustinu og þá með viðkomu í Köben, að hitta frændan. Gæti jafnvel orðið svo, ef fer fram sem horfir, að maður eigi nokkra daga í Grímsnesinu. það samt óráðið enn, skýrist vonandi fljótlega. Þá mun fiskisagan.....segi ekki meir í bili, um það.maður veður úr einu í annað, enda að koma morgunn.