Tuesday, April 11, 2006

 

Páskar með ýmsu ívafi.

Er á (semi)síðustu vakt fyrir vetrarfrí, þarf að mæta annað kvöld í fjóra tíma svo Manni komist á fund hjá Rotary eða eitthvað slíkt. Eitthvað stóð til að fara út að borða annað kvöld, en heyrist á öllu að ekki verði af því! Það er nú bara eins og það er og ekkert við því að gera. Að öðru leyti veit ég ekkert hvað ég geri í fríinu, nema að slappa af við DVD og lestur. Þó voru tölvupóstar að ganga á milli nokkura félagana í fyrradag, hvað varðar að hittast á laugardagskvöldið. Einn þar fremstur að "æsa" menn upp í því! Hann búinn að setja saman "dagsskrá" fyrir kvöldið, ætla ekki að fara frekar út í það að svo stöddu. Heyrist á sumum að vel verði tekið í þessa uppástungu, að mæting verði yfir gott meðallag. Segi bara að ef kvöldið verður eitthvað í samræmi við innihald tölvupóstana, þá líst mér nú ekki á! Það er nú þannig að innan þessa hóps eru þvílíkir grallarar, að ekkert kæmi manni á óvart! held að við höfum ekki komið saman síðan farið var upp á Skaga í fyrrahaust, þá leiddist engum og allir skiluðu sér óskaddaðir heim, sumir þó með "seinni skipunum"! Ekki orð um það meir og er ekki að meina sjálfan mig! Sperran alltof um mikið sakleysisgrey ef út í það er farið. Hlakka þó til að mæta galvaskur í hófið og reyni að vera öðrum til fyrirmyndar í einu og öllu!

Comments:
Þakka þér og sömuleiðis! Lofa að fara hægt um gleðinnar dyr!Hafðu það gott, kv.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?