Tuesday, April 25, 2006

 

Samfó.


Fjögur búa í Kópavogi, Arnar, Heiða og tvær Möggur, þekkti eitt sinn aðra Mögguna.Þriðja Maggan býr í Keflavík, Benóný, Ólafur og Bjarni einnig á Suðurnesjum. Sigríður og Hervör eru í Reykjavík, Helgi á Vestfjörðum og Álfheiður fyrir austan fjall. Hallgrímur er á Akureyri, Guðmundur eini Garðbæingurinn, ekki fjarri Láru í Hafnarfirði. Jóhanna í Svíaríki og Kirsi í Finnlandinu. Leyfi Leonard ofan af velli að fylgja með. Öll eigum við eitt sameiginlegt. Það að hafa litið dagsins ljós samdægurs. Eigum brátt afmælisdag, næsta ár stórafmæli. ber upp á dag sem ber heitið á frægu málverki eftir Goya.

Fékk upphringingu í gær, þar sem ég var inntur eftir áhuga á að skipta um starfsvettvang. Var ekki beint boðið starfið, en þarf að ræða við ákveðinn aðila sem hefur með það að gera og heyra hvað sé í boði. Veit þó að ýmis hlunnindi fylgja með, þetta snýst þó fyrst og fremst um laun í boði. Kannski.

Að lokum þetta: Hvað er meint með raski upp á háalofti?

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?