Wednesday, April 26, 2006

 

Samfélag og þá fyrir hverja?


Hvers konar skítaþjóðfélag stöndum við uppi með? Getum ekki einu sinni sómasamlega hugsað um þá þjóðfélagsþegna er lögðu til krafta sína til að gera afkomendum sínum kleift að njóta ávaxta þess. Það er eins og að aldraðir, ellilífeyrisþegar og örykjar hafi verið ýtt til hliðar, enda ekkert á þeim að græða eða hvað? Það í öllu ríkidæminu. Svo dirfist Dóri kvótakóngur segja enga kreppu í íslensku hagkerfi. Það er það víst! Hjá þeim sem ekki geta treyst á sæmilega ummönnun í ellinni, ummönnun sem það er fyrir löngu búið að leggja inn fyrir, þar ríkir kreppa svo sannarlega. Menn hafa gjörsamlega tapað sér á Dabba-árunum, í öllu frelsiskjaftæðinu. Frelsi til athafna, frelsi jú til þeirra sem misnota það sér til eiginn hagsmuna á kostnað þeirra sem síst skyldi. Við eigum heimtingu á að sómasamlegt fólk geti treyst á að því sé sýnd sú virðing sem það hefur sannarlega áunnið sér. Ef ekki, þá styrkir það mann bara í trúnni að þetta séu bara drullusokkar sem ráða hér ríkjum, algjörlega getulausir í öllu, nema vera skyldi að púkka enn frekar undir rassgatið á sjálfum sér og sínum kónum. Dóri "Dabba-sleikja", ert þú stoltur af þínum störfum, á okkar launum? Drullist til að skammast ykkar ef þið getið ekki farið að vinna að þeim málum sem skipta raunverulegu máli. Stop sticking your heads, up your ass!

Comments:
Svo mörg voru þau orð. Hef einmitt staðið í stappi við kerfið vegna aldraðs föður. Hann slasaðist lítilega um páskana. Nóg til þess að hann komst ekki hjálparlaust úr rúmi. Samt var hann sendur heim af spítala. - Það er ekki sama hver er.
 
Já þetta er barátta, að fá sjálfsagða ummönnun og þjónustu.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?