Monday, April 03, 2006
Sögustund.
Siggi vinnufélagi leiðist ekki að segja ýmsar skemmtisögur. Eitt sinn er hann var á bát sem var að sigla til hafnar á suðurnesjum og þar var háseti einn sem ekki var "eins og flestir", því var oft verið að spauga í honum eins og gerist. Þegar þeir voru að sigla framhjá ströndinni, sást þar í hellir einn og hásetinn spyr Sigga hvort hann viti frekari deili á hellinum. Jú, þetta er hellirinn þar sem Gísli Súrson og Hallgrímur Pétursson börðust á banaspjótum, á sínum tíma! Já, svaraði hásetinn, mig minnti það einmitt!
Svo rifjaði Siggi upp þá tíð, er hann dvaldi um tíma í nektarnýlendunni. Þar voru allir naktir, eins og vera ber. Það hagaði þannig til þar, að nýlendann hafði sinn einkaprest, sem sá um allar kirkjulegar athafnir sem framkvæma þurfti, giftingar, fermingar og skírnir o.sv. fr. Þetta allt gerði hann í Adamsklæðunum, nema hann gerði eina undantekningu. Hann vildi ekki jarða ber.
Svo rifjaði Siggi upp þá tíð, er hann dvaldi um tíma í nektarnýlendunni. Þar voru allir naktir, eins og vera ber. Það hagaði þannig til þar, að nýlendann hafði sinn einkaprest, sem sá um allar kirkjulegar athafnir sem framkvæma þurfti, giftingar, fermingar og skírnir o.sv. fr. Þetta allt gerði hann í Adamsklæðunum, nema hann gerði eina undantekningu. Hann vildi ekki jarða ber.