Wednesday, April 12, 2006

 

Á svona stundum.


Var svona slitróttur dagur, hallaði mér til tíu eftir vaktina og ákvað að skella mér strax af stað í búðir að nálgast aðföng fyrir páskana. Tók land í Bónusi áður en kíkt var á 2.hæð á Eðistorgi að kaupa páskaölið. Kom við í Skeifunni til að athuga með eina skyrtu, ásamt einum DVD.Hitti þarv Hjördísi systir Steina og mömmu hennar, ekki séð þær lengi og var fagnaðarfundur okkar á milli.Kom svo við í vinnunni(#2) smá stund,fáir þar að hitta.flestir farnir í frí. Drattaðist heim og svaf með hléum, áður en ég lagaði kjötsósuna sem gripið verður í næstu daga. Fór svo í þessa "auka" fjóra tíma kvöldvakt. Þurfti þar fljótlega að leysa eitt mál, þar sem hinn aðilinn var ekki að mér fannst að leggja sitt á lóðarskálarnar, í því skyni að leysa annars einfalt mál. Tölvupóstur þess efnis er kominn í loftið. Nóg um það.

Fékk "staðfestingu" á stemmunni næstkomandi laugardag, sem verður haldið hjá H.Þ.H. Vona að K.K. haldi sig við áður auglýsta "dagsskrá", þó skilst mér að þetta verði samt á hefbundinn hátt, þegar viðkomandi aðilar hittast. Þ.e.a.s. , leysist upp í algjöra vitleysu, þó með jákvæðum formerkjum, að ég hygg og vona! Gleðilega páskana, ya´ll.

Comments:
Vonandi fékkstu skyrtu sem hæfir páskgleðinni. Hafðu ánægjulegt páskagaman.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?