Friday, May 26, 2006
Allur gangur.
Byrja á því að afsakast, var búinn að lofa að kíkja við hjá dóttir vinar míns, áður en ég mætti á næturvakt.Hún var að halda upp á útskrift, en ég því miður komst ekki sökum anna. Verð að bæta úr því um helgina.
Allt annað gengur sinn gang. Breyttar aðstæður kalla á breyttan hugsunargang. Töluverð umskipti hjá kallinum mér. Vonandi og væntanlega til frambúðar.
Ætla að druslast til að kjósa í dag, í Garðabæ er víst um 2 lista að ræða, að mér skilst. Annars vegar Dé og hins vegar A-listi. Þá er um tvennt að ræða hjá manni: skila auðu eða kjósa A-listann. Hann samanstendur af framsókn-plús-samfylking. Einmitt, þá veit ég það!
Comments:
<< Home
Það er eins gott að A listinn hafi orðið fyrir valinu vinur.....ég mun afneita þér sem frænda minn ef þú hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn.
Mæjaq
Mæjaq
Þeir sem þekkja mig, vita mætavel að mitt X hefur aldrei og MUN ALDREI rata í þann reit.Þannig að ég er enn frændi þinn! Bestu kveðjur og skemmtu þér vel í kvöld!
Post a Comment
<< Home