Wednesday, June 21, 2006

 

Hryggur.

Einhver var að kvarta yfir því að ég væri hættur að blogga! Ætli það sé ekki bara svipað hjá mér og ég sá sá hjá einni bloggvinkonu, hún svaraði til að það væri svo mikið um að vera í tilhugalífinu! Veit ekki, en hvað um það, var alltént að koma úr meðferð hjá frænda mínum kýrópraktara. Sá kippti í liðinn, so to speak. Small í öllu gamla draslinu, þegar hnykkt var í hrygg og bak. Síðan hálsinn á morgunn, meira á föstudag svo mæta 3svar í næstu viku. Lítill tími gefist til að kíkja á HM, fór þó í gær með Ragga systursyni að horfa á Tjallana spila við Svenska. Nokkuð gaman. Skutlaðist aðeins með "Don Johnson" í morgun, að útrétta fyrir Stórveldið. Enduðum að venju út á "Kaffi Grand" hjá Rúnari, kaffi & lestur dagblaða. Sumarfríið hálnað, það er ekkert að ske strax, ekkert farið norður strax í sæluna, verð samt að skreppa fljótlega.Get varla beðið þangað til að við förum öll saman eftir mánuð. Verð bara að komast, þó ekki sé nema í tvo daga. Vona að þeir úr famíliunni sem eru á faraldsfæti í útlöndum þessa dagana, hafi það sem best. Bestu kveðjur til Eiríks sem er að tefla í Búlgaríu og auðvitað mömmu&pabba hans & Sigríði "Dúnu"! Svo er Heiðar á Interrail-ferð um víðlendur Evrópu.

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?