Saturday, June 03, 2006

 

Léttari.

Það er nú svo komið, að Sperran þurfti að skipta út öllum buxnafatnaði sínum. Byrjaði á að endurnýja allar gallabuxur, fór úr #42X34 niðrí #40X34. Til stendur, ef vel gengur með framhaldið, að fara jafnvel niðrí #38X34. Þarna er að sjálfsögðu átt við mittismál, því ekki hefur Sperran styst! Reyndar fór ég í samanburðarrannsókn hjá LSH/ÍE og var mældur og viktaður, ásamt því að dregnir voru nokkrir blóðdropar og blóðþrýstingur mældur. Hæð reyndist 1 meter & 94.9. sentimetrar, þyngdin eitthundrað & 25 kílógrömm,tæp. Fátt kom á óvart í þessum mælingum. Helst vonsvikin með hæðina,taldi mig ná 95 sentimetrum ofaná meterinn.

Er að vinna alla helgina og líkar ekkert of vel. Bjargar málunum að það er sumarfrí að byrja á þriðjudag. Þó ætla ég að skjótast dagstund til Eyja á laugardag. Vonast til að við komust þaðan í burt með stigin öll þrjú. Væri tilbreyting!

Læti hérna áðan, vorum ásakir um slæleg vinnubrögð og hótað með kæru! Þetta allt meðan við vorum að reyna að sinna skyldustörfum og fengum ekki frið til þess að einmitt beita réttum vinnubrögðum. Þvílíkt bull! Það var hraunað hressilega yfir okkur og við létum það ekki ósvarað.

Góða helgina. P.S.- AMV, how goes it in boo-stadt!

Comments:
Rakst á síðuna þína frændi, skemmtileg lesning yfirleitt, er mjög hamingjusamur eftir að hafa lesið síðasta pistil, litli frændi hefur vinninginn með 98 ofan á meterinn, vildi bara koma því á framfæri:D Á samt eitthvað í land með að skáka þyngdina, það mál er samt í prósess... kv Heiðar
 
Jú sæll frændi! Þetta með hæðina,sjálfsagt af þér að koma því á framfæri! Bestu kveðjur í hérað!
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?