Tuesday, June 06, 2006

 

Stigalausir.


Vildi ég gæti hlaupið undir bagga og liðsinnt góðvinum mínum upp á Akranesi og sent þeim eins og eitt stykki stiga.Þar hefur verið viðvarandi stigaleysi það sem er af sumri.Semsagt þeir enn án stiga.Þar hefur einn dáðadrengur gengið fremstur í flokki að leita stiga, en án árangurs.Ólafur heitir sá ágæti maður.Ætla ég að hann og hans flokkur fari að sjá fram á bjartari tíð í þeim efnum. Bróðir hans einn, sem einnig stendur fyrir söfnun stiga vestur í bæ,hefur orðið aðeins ágengara í sinni söfnun og vonast til að bætist í safnið seinna í kvöld.Undirritaður óskar honum reyndar meiri velfarnaðar í þeim efnum,heldur en Ólafi bróður hans.það má geta þess að Skagamenn hafa fengið nýverið enn einn liðsmann úr vesturbænum til að reyna að auka við stigasöfnunina.Menn geta ekki verið stigalausir lengi.

Comments:
Þeir eru greinilega á niðurleið eins og framsóknarflokkurinn. Hljóta að fá a.m.k eitt atkvæði. Meina stig.
 
Skulum vona að stigarnir fari ekki að týna tölunni í vesturbænum líka, þurfa að fara að gyrða sig í brók... Annars ætlaði ég bara að kasta á þig kveðju frændi, er farinn af þessu skeri frá og með morgundeginum, getur fylgst gaumgæfilega með túrnum á www.blog.central.is/eurotrip_2006
blössaður!!
Heiðar
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?