Thursday, July 13, 2006

 

Ferðaþjónustan.

Í annríki fánýtra daga....! Byrjaði aftur á vöktum í kvöld, eftir þokkalegan fyrri hluta sumarfrís. Sýti það svo sem ei, veit bara að við erum að fara svo í sveitina eftir viku. Það verið að safna liðinu saman, vona að öllum takist að mæta. Búið að vera miklir símafundir í gangi, sýnist þetta þó ætla að smella.

Stórvinur minn einn, sem ég skal nefna hér "Axlar-Björn", sökum líkamlegs atgervis um þessar mundir, bjallaði á mig í dag og bað fyrirgreiðslu.Fólst í því að skutla honum alfaraleið í "Bónus-death", eins og Dóra kallar það, sökum þess að hann var óökuhæfur.Það er að vísu ekki vegna ölvunar eða áhrifa annara vímuefna, heldur það að hann lenti undir hnífnum og lafir hönd í fatla.Mín fyrstu viðbrögð voru næstum því þau, að ég ræki enga ferðaþjónustu fyrir fatlaða! Gat þó ekki brugðist þessum ágæta Seyðfirðingi, sá sem telst meðal traustari og betri vinum sem maður átt hefur og því auðsóttur greiðinn.



Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?