Friday, July 14, 2006
Há Eff.
Svo er það víst formlegt að maður er fluttur.Garðabærinn kvaddur og Kópavogurinn að sinni búsetustaðurinn.Þó ekki lengi ef fer sem fer.Hafnarfjörðurinn gæti verið framtíðarheimili, skýrist von bráðar.Veit ekki og hef sennilega aldrei almennilega vitað, hvað mér finnst um þetta "kratabæli".Blendnar tilfinningar.Einn plús svona í fljótu bragði, Anna "Maróla" frænka á heima þar og hennar afkvæmi.Reyndar vann ég þar um nokkurt skeið,var að klæða múrinn í kringum nunnuklaustrið, fyrir allmörgum árum, ásamt öðrum tilfallandi verkum.Ég gæti farið og heimsótt Karmel-systurnar þess vegna.Keypt hjá þeim heimaræktaðar matjurtir t.d.Kannski á Gísli gamli vinur minn ennþá heima í Firðinum? Er ekki eitthvað Víkingasafn dæmi þarna? Hægt að skylmast og svoleiðis eitthvað? Fimleikar eru Hafnfirðingar þekktir fyrir,gleymum ekki því.Svo eiga þeir einn vanmetnasta handknattleiksmann landsins, hann Heiðar "stórfrænda" minn! Margt fleira má telja til eflaust.Bæ ðe vei...er Skiphóll ennþá við lýði?
Comments:
<< Home
Kæri frændi
Skiphóll er löngu dauður....enda sækjum við Hafnfirðingar allar okkar skemmtanir í Reykjavík nú orðið. Ég held að Hafnarfjörður þurfi á fólki eins og ykkur að halda. Ég elska "krata" bæinn minn...enda er hann vel rekinn af afbrags "krötum". Hlakka til að eignast ykkur sem nágranna mína.
p.s. Skiphóll lagðist niður eftir að Kántrýkóngurinn Hallbjörn söng við dræmar undirtektir....´þá vissum við Hafnfirðingar að nóg væri komið. Love you
Skiphóll er löngu dauður....enda sækjum við Hafnfirðingar allar okkar skemmtanir í Reykjavík nú orðið. Ég held að Hafnarfjörður þurfi á fólki eins og ykkur að halda. Ég elska "krata" bæinn minn...enda er hann vel rekinn af afbrags "krötum". Hlakka til að eignast ykkur sem nágranna mína.
p.s. Skiphóll lagðist niður eftir að Kántrýkóngurinn Hallbjörn söng við dræmar undirtektir....´þá vissum við Hafnfirðingar að nóg væri komið. Love you
Frændur eru frænkum...nei annars!Þú verður bara að leiðbeina mér/okkur víðlendur hafnfirsks menningarheims! Gott hjá "ykkur" að loka Skiphól,annars! Luvjú tú!
Post a Comment
<< Home