Tuesday, August 01, 2006

 

3.Kafli

Fimmtudagur 23.8
Vöknuðum kl. 12.30. Áttum góðan og ánægjulegan dag í borginni. Skoðuðum skemmtigarðinn og létum okkur líða vel. Kvöldinu varið í að skrifa dagbók, drekka bjór og gera að gamni sínu og fylgjast með ungbörnum á keleríi.

Föstudagur 24.8
Slóruðum frameftir og fórum á pósthúsið. GG hringdi til Íslands og tilkynnti að allt hefði gengið vel. Lögðum af stað kl.15.00 hressir og kátir frá Auxerre og vorum að spá hvort við ættum að fara yfir til Þýskalands eða vera eina nótt í viðbót í Frakklandi. Fengum okkur að borða! og það varð afdrifaríkt. Fylltum kaggann og lögðum af stað. Þegar búið var að keyra 187 km öskrar GG “Strákar, strákar! Ég gleymdi vegabréfinu og öllum peningunum þar sem við borðuðum” Mikil þögn. Maríus: “Það er ekki nema eitt sem við getum gert eða eitthvað slíkt”. Og það var snúið við. Er við komum á staðinn aftur reyndist draslið vera komið inn í peningaskáp hjá bossinum. GG: “Je ouble mon passport avec ce table aujourd-hui, monsier” Hann: Ah cet bleu? GG: oui. Við löbbuðum á restaurantinn hinum megin við götuna og fengum okkur aftur að borða. GI: “Við erum búnir að keyra 380 km og erum komnir hinum megin við götuna og þar að auki þurfti að springa á bílnum. Það var keypt nýtt radíaldekk á 30.000 kr. Það var lagt af stað aftur 21.00 og keyrt til 01.00 til Dijon. GG keyrði. Sáum hörku árekstur, ákváðum að það borgaði sig ekki að keyra í myrkri og lögðum bílnum og sváfum í honum.

Laugardagur 25.8
Sluppum í gegnum Þýsku landamærin eins og ekkert og héldum til Karlsruhe. Okkur fannst Þýskaland mjög fallegt land. Tjölduðum í Karlsruhe um kl. 16.00-17.00 leitið. Hittum hollenskar stelpur um kvöldið, drukkum mikin bjór. Marri stakk af en GG og GI fundu hann á bar stutt frá þar sem gæinn var orðinn skrambi fullur. Mikið brambolt yfir girðingar. Sváfum vært.

Sunnudagur 26.8
Vöknuðum seint og fórum í sólbað. GI: “Það ætti nú ekki annað eftir en að fara að rigna”. Klukkutíma seinna var komin rigning. Við hentum öllu inn í tjald og fórum í miðbæinn á rölt. Sáum ýmislegt, svosem peep-show. Ákváðum að fara aftur á tjaldstæðið, skipta um föt og fara síðan á það sem við héldum að væri sexy-show. Við komumst að því að peep-show væri eiginlega einn af þessum þýsku sjálfssölum (klefi skermur og fata). Fórum á 3 bari þar sem allsstaðar voru klám kvikmyndir í gangi og síðan á mjög flott diskóek.

Mánudagur 27.8
Átum á Burger King og héldum frá Karlsruhe um 15.00. Komum til Koblenz um kl. 20.30. Fórum á pub og höfðum það rólegt. Vorum síðastir út kl. 23.30. Sváfum.

Mánudagur 27.8
Átum á Burger King og héldum frá Karlsruhe um 15.00. Komum til Koblenz um kl. 20.30. Fórum á pub og höfðum það rólegt. Vorum síðastir út kl. 23.30. Sváfum.

Þriðjudagur 28.8
Skoðuðum bæinn og átum á Macdonalds. Keyrðum svolítið eftir Rínardalnum og skoðuðum hann. Um kvöldið löbbuðum við milli bara. Gvendur sá mikið eftir því að hafa ekki haft 50 mörk á sér …..

Miðvikudagur 29.8
Lögðum af stað frá Koblenz kl. 13.00 eftir að hafa snætt, róterað dekkjum og verið svolítið í sólinni. Lentum á leiðindar villigötum í Köln en héldum þaðan til Hannover. Mikill keyrsludagur. Náðum ekki alla leið til Hannover þetta kvöld, ákváðum því að beygja útaf hraðbrautinni og tjalda í smábæ að nafni Rinteln. Komum þar kl. 20.30. Tjölduðum og fórum svo á pub inni í bæ. Tveir bjórar, síðan lagst til svefns.

Fimmtudagur 30.8
Vaknað kl. 08.00. Átum rúnnstykki og pepsi og höfðum húddið sem morgunverðarborð. Náðum til Puttgarten kl. 13.30 og tókum ferju yfir til Rödby. Fórum yfir Stórstraumsbrú og komum til Kaupmannahafnar um kl. 18.00. Duttum óvart beint niður á Istegade, löbbuðum um hana og keyptum kort á brautarstöðinni. Fundum tjaldstæði um kl. 20.00 og héldum fljótlega í miðbæinn með lest. Fórum í Tívolí og tvisvar hittum við íslendinga án þess að láta vita að við værum íslendingar. Sáum IS bíl á götum á Kaupmannahafnar. Náðum lest heim á tjaldstæði um kl. 00.30. Borguðum ekkert í lestina því við gátum hvergi séð hvar ætti að borga. Sváfum vært.

Comments:
Jæja frændi, mjög skemmtilegt að þú skulir leyfa almenningi að fylgjast með þessarri eftirminnilegu ferð, en ég meina ég er alltaf hrifinn af details, ekkert vera að halda aftur af þér ef þú átt eitthvað svoleiðis inni...;)
 
Takk frændi! Veit ekki með smáatriðinn,þetta var allt skráð svona á þeim tíma.Kv.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?