Tuesday, August 22, 2006

 

Af ritföngum & kartúnum.

Hafði loks upp á gömlum vini,sem ég hafði ekki heyrt í óralengi,næstum 7-8 daga.Það bar reyndar vel í veiði,ef svo má segja, því kappinn sá er á förum erlendis.Það telst eiginlega til tíðinda, að hafa náð sambandi við ÓMJ,sá er haldinn þeim "ósið" að svara bara síma eftir hentugleika.Margoft skotið á hann fyrir það,en læt hann njóta vafans.Samtal okkar var reyndar truflað,Siggi vinnufélagi hringdi og spurði hvort ég hefði nokkuð orðið var við grunsamlegar mannaferðir fyrir utan húsið.Taldi svo ekki vera og innti hann nánar.Svaraði hann til að eitthvað hefði sést af "ritföngum" á ferli.Var ég fljótur til svars,þekkjandi Sigga og sagði sá eini sem hefði verið hér á sveimi,væri "ástfanginn".Spurði ég hann næst,þar sem hann væri nú gamall skipstjóri,hvort hann gæti ekki haft eitthvað betra fyrir "stafni"?

Var að ganga frá að panta heimagistingu fyrir hjónin í Völvufelli,ætla að vera hjá Sigrúnu & Ársæli í Köben:http://www.volosvej.dk/Þau ætla að skreppa í næsta mánuði að sækja heim soninn.

Í tilefni af sigri okkar manna í gær,einn af fjölmörgum í vetur, þá set ég þennan link inná, mörgum veit ég til ánægju og yndisauka! :http://www.sportcartoons.co.uk/spurs70.html . Þykist vita að Rikki bróðir hefur gaman af, nema hann hafi rekist á þetta áður.Hann er duglegur að finna Spurs-síður á netinu, þykist ég vita!

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?