Tuesday, August 08, 2006
Bo
Allir þekkja kynnirinn á stöð 2, þjóðkunnur söngvari. Var bara að velta því fyrir mér hvort fólk nær yfirleitt að skilja/meðtaka þessar kynningar? Stilbragðið sem hann notar er einskonar sambland af hvísli og andvörpum. Sjálfur á ég erfitt með að heyra hvað maðurinn er að segja, veit þó að oftast fylgja kynningunni "hallelúja"lýsingarorð yfir hversu frábært sjónvarpsefni sé um að ræða.Það má deila um það svo sem, en finnst sjálfshólið hjá þeim á 365 stundum vera full "overboard". Líka fer í pirrurnar, þessar síendurteknu staðhæfingar Bylgjunar um að "allir séu að hlusta"! Náttúrulega bara bull, það eru ekki allir yfir sig hrifnir af síbilju. Gæti allt eins keypt diska með Phil Collins,Lionel Ritchie,Rod Stewart,Tinu Turner,Bjögga o.fl. og sloppið við auglýsingaskrumið! Gamla gufan lifi!
Comments:
<< Home
já Gummi Bo er að reyna að vera töff og frumlegur held ég bara, kannski ekki að ganga hjá honum, mæli með að þú komir næst með pistil um ákveðinn íþróttafréttamann hjá sama fyrirtæki, Þorsteinn Gunnars minnir mig að hann heiti, Bo er ekki í hálfkvisti við þann mann ef við erum að tala um málfar á annað borð...
Post a Comment
<< Home