Thursday, August 24, 2006

 

Á einum tank!


Í morgun hófst hin semi-árlega sparaksturskeppni útvarpsstöðvarinnar FM 98,3. Lagt var af stað frá Smiðjuvegi 14, en þar höfðu keppendur hvílt sig nóttina áður.Hér á mynd sjást þeir einmitt ökumaðurinn, Smári Brundstedt og hjálparkokkur hans,Færeyingurinn Þröskuldur frá Flötum.Keppnin mun bera heitið "Hötum sopann" og er þar skírskotað til hversu eyðslugrannur reiðskjótinn ku vera.Aðalstyrktaraðili keppninnar er bifreiðaverkstæðið Gummámóti sem jafnframt leggur til bifreiðina.Einnig fengust gefnir ferðapunktar frá Ess Helgasyni og Kvenfélaginu á Siglufirði.Síðast þegar fréttist af köppunum, nú rétt fyrir hádegi, voru þeir staddir í kaffihléi á veitingastaðnum "Hveitibjörn". Ekki lá fyrir, hvert leiðin lá eftir það,bara reynt að vera úti að aka. Nánari fregna er ekki að vænta fyrr enn um mánaðarmót.

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?