Tuesday, August 01, 2006
Evópureisa frh.
Fimmtudagur 16.8
Vöknuðum snemma, létum ballansera dekkin og héldum til London. Keyrðum fram og aftur um London og vorum alt í einu komnir á Oxford Street þar sem aðeins leigubílar mega keyra. MÓ: “Hvað eru allir þessir leigubílar að gera hér?” GI: “Oh no !”. Komumst að því að við sluppum við 25 punda sekt og lögðum síðan bílnum. Tókum leigubíl á Victoria Station, lest þaðan til Croydon þar sem tryggingagæinn sagði okkur að við hefðum fengið tryggingarnar ólöglega og að við þyrftum ekkert grænt kort (þar sem við vorum komnir inn í Efnahagsbandalagið). Tókum aftur lest á Victoria og leigubíl þaðan á Trafalgar og löbbuðum þar um. Tókum annan taxa á Madam Toussaud. Flott safn! Fundum bílinn aftur og fundum okkur leið út austur á furðu auðveldan máta. Komum til Harwich kl.22.30 og gistum á Cliff hotel. GI hélt að peningar og passi hefðu fokið en MÓ og GG sýndu þessu lítinn skilnng.Hlóu bara að honum! GI var ekki í góðu skapi!
Föstudagur 17.8
Umborð í ferju til Hollands kl. 10.30. Komum til Hollands kl. 19.00. Engin tollskoðun eða neitt. Fórum beint til Tilburg og bönkuðum upp á hjá Mandy kl. 21.30. Hún var þá nýkomin úr þriggja vikna ferðalagi í Frakklandi og Spáni. Pabbi henna útvegaði okkur tjaldstæði og var mjög almennilegur við okkur. Ástandið var fremur óþægilegt og því nú var Mandy búin að kynnast Frans (27 ára leikfimikennari) og GG passaði ekki beint í leikinn lengur.
Laugardagur 18.8
Boðnir heim til Mandy kl.14.00 og sátum þar og drukkum bjór til 18.00 og fengum síðan stórfínan mat (og GI missti sígó í ávaxtaskálina). Nokkuð skemmtilegur dagur. Um kvöldið fórum við með Mandy og Frans á bar þar sem mikið var drukkið. Þangað kom Ingrid og bað okkur að koma með sér á diskótek þar voru bæði kynvillingar, lesbíur og venjulegt fólk. Við kvöddum Mandy og Frans og fórum með Ingrid. Þetta var nokkuð skemmtilegur og róandi staður (enda veitti ekki af). GI gerðist slæmur í maganum og Ingrid lét keyra hann heim og MÓ fór með (Dræverinn var rallíkall og keyrði vægast glannalega). GG hékk þarna til 04.00 og tók síðan taxa ásamt fleirum.
Sunnudagur 19.8
Lögðum af stað frá Tilburg kl. 14.00. Keyrðum beint í gegnum Belgíu til Frakklands og engin skoðun við landamærin. Loftið í Frakklandi slæmt og lítið skyggni. Keyrðum framhjá kjarnorkuveri og greinilega mikill iðnaður hér í norður Frakklandi. Fundum tjaldstæði í Arras kl 21.30. Lásum brandara úr Playboy og drukkum GT (nema GI sem drakkk GB). GI óhuggulega drukkinn og allt að því …..
Mánudagur 20.8
Úr Arras kl. 12.30. Héldum til Parísar og komum þangað kl. 17.00. Létum þvo íslenska skítinn af bílnum. Komum okkur á hringautobanann kringum París og duttum furðu auðveldlega inn á Versali. (Löggan stoppaði okkur en allt reyndist vera í lagi). Löbbuðum um Versali milli kl. 18.00 og 20.00 og héldum síðan í tjaldstæðaleit og enduðum 50 km fyrir utan París í Rambouillet.
Þriðjudagur 21.8
Vöknuðum seint kl.13.30 og héldum aftur inn í París. Duttum beint á Effel turninn og skoðuðum hátt og lágt. Fengum okkur bjór og pylsu og GG telfdi við páfann í Effelturninum. Þaðan var haldið til Sigurbogans. GI sagðist vel geta hugsað sér að gerast leigubílstjóri í París. Lögðum bílnum og hlupum yfir torgið og áttum fótum fjör að launa. Skoðuðum bogann og héldum síðan á Concord. Skoðuðum síðan Concord og héldum síðan á rúntinn um miðborg Parísar. Menn voru á ýmsum skoðunum um hvað skyldi gera endaði með að bílnum var lagt í útjaðri Parísar og gerður að svefnskála kl. 02.00-03.00. GG hraut hroðalega.
Miðvikudagur 22.8
Er við vöknuðum við hlátur íbúa sem höfðu grandskoðað svefnaðstöðu vora, var einn með hálsríg annar með bakverk og sá þriðji með lappirnar fastar í ákveðinni stellingu. Við héldum þegar af stað kl. 10.30 og þótti snemmt. Héldum áfram suður á bóginn með óákveðið takmark og var úr að tjalda í Auxerre. Tjölduðum í birtu og þótti fágætt. Líkaði vel við staðinn og ákveðum að slappa vel af. Fórum í fótbolta við litla fransmenn og elduðum okkur kássu. Duttum á það og héldum í bæinn í ævintýraleit. Duttum inn í fremur fámennt diskótek. Gerðust þar hin furðulegustu atvik sem ekki skulu skráð hér. Menn lögðust til svefns kl. 04.00-05.00.
...að sinni.
Vöknuðum snemma, létum ballansera dekkin og héldum til London. Keyrðum fram og aftur um London og vorum alt í einu komnir á Oxford Street þar sem aðeins leigubílar mega keyra. MÓ: “Hvað eru allir þessir leigubílar að gera hér?” GI: “Oh no !”. Komumst að því að við sluppum við 25 punda sekt og lögðum síðan bílnum. Tókum leigubíl á Victoria Station, lest þaðan til Croydon þar sem tryggingagæinn sagði okkur að við hefðum fengið tryggingarnar ólöglega og að við þyrftum ekkert grænt kort (þar sem við vorum komnir inn í Efnahagsbandalagið). Tókum aftur lest á Victoria og leigubíl þaðan á Trafalgar og löbbuðum þar um. Tókum annan taxa á Madam Toussaud. Flott safn! Fundum bílinn aftur og fundum okkur leið út austur á furðu auðveldan máta. Komum til Harwich kl.22.30 og gistum á Cliff hotel. GI hélt að peningar og passi hefðu fokið en MÓ og GG sýndu þessu lítinn skilnng.Hlóu bara að honum! GI var ekki í góðu skapi!
Föstudagur 17.8
Umborð í ferju til Hollands kl. 10.30. Komum til Hollands kl. 19.00. Engin tollskoðun eða neitt. Fórum beint til Tilburg og bönkuðum upp á hjá Mandy kl. 21.30. Hún var þá nýkomin úr þriggja vikna ferðalagi í Frakklandi og Spáni. Pabbi henna útvegaði okkur tjaldstæði og var mjög almennilegur við okkur. Ástandið var fremur óþægilegt og því nú var Mandy búin að kynnast Frans (27 ára leikfimikennari) og GG passaði ekki beint í leikinn lengur.
Laugardagur 18.8
Boðnir heim til Mandy kl.14.00 og sátum þar og drukkum bjór til 18.00 og fengum síðan stórfínan mat (og GI missti sígó í ávaxtaskálina). Nokkuð skemmtilegur dagur. Um kvöldið fórum við með Mandy og Frans á bar þar sem mikið var drukkið. Þangað kom Ingrid og bað okkur að koma með sér á diskótek þar voru bæði kynvillingar, lesbíur og venjulegt fólk. Við kvöddum Mandy og Frans og fórum með Ingrid. Þetta var nokkuð skemmtilegur og róandi staður (enda veitti ekki af). GI gerðist slæmur í maganum og Ingrid lét keyra hann heim og MÓ fór með (Dræverinn var rallíkall og keyrði vægast glannalega). GG hékk þarna til 04.00 og tók síðan taxa ásamt fleirum.
Sunnudagur 19.8
Lögðum af stað frá Tilburg kl. 14.00. Keyrðum beint í gegnum Belgíu til Frakklands og engin skoðun við landamærin. Loftið í Frakklandi slæmt og lítið skyggni. Keyrðum framhjá kjarnorkuveri og greinilega mikill iðnaður hér í norður Frakklandi. Fundum tjaldstæði í Arras kl 21.30. Lásum brandara úr Playboy og drukkum GT (nema GI sem drakkk GB). GI óhuggulega drukkinn og allt að því …..
Mánudagur 20.8
Úr Arras kl. 12.30. Héldum til Parísar og komum þangað kl. 17.00. Létum þvo íslenska skítinn af bílnum. Komum okkur á hringautobanann kringum París og duttum furðu auðveldlega inn á Versali. (Löggan stoppaði okkur en allt reyndist vera í lagi). Löbbuðum um Versali milli kl. 18.00 og 20.00 og héldum síðan í tjaldstæðaleit og enduðum 50 km fyrir utan París í Rambouillet.
Þriðjudagur 21.8
Vöknuðum seint kl.13.30 og héldum aftur inn í París. Duttum beint á Effel turninn og skoðuðum hátt og lágt. Fengum okkur bjór og pylsu og GG telfdi við páfann í Effelturninum. Þaðan var haldið til Sigurbogans. GI sagðist vel geta hugsað sér að gerast leigubílstjóri í París. Lögðum bílnum og hlupum yfir torgið og áttum fótum fjör að launa. Skoðuðum bogann og héldum síðan á Concord. Skoðuðum síðan Concord og héldum síðan á rúntinn um miðborg Parísar. Menn voru á ýmsum skoðunum um hvað skyldi gera endaði með að bílnum var lagt í útjaðri Parísar og gerður að svefnskála kl. 02.00-03.00. GG hraut hroðalega.
Miðvikudagur 22.8
Er við vöknuðum við hlátur íbúa sem höfðu grandskoðað svefnaðstöðu vora, var einn með hálsríg annar með bakverk og sá þriðji með lappirnar fastar í ákveðinni stellingu. Við héldum þegar af stað kl. 10.30 og þótti snemmt. Héldum áfram suður á bóginn með óákveðið takmark og var úr að tjalda í Auxerre. Tjölduðum í birtu og þótti fágætt. Líkaði vel við staðinn og ákveðum að slappa vel af. Fórum í fótbolta við litla fransmenn og elduðum okkur kássu. Duttum á það og héldum í bæinn í ævintýraleit. Duttum inn í fremur fámennt diskótek. Gerðust þar hin furðulegustu atvik sem ekki skulu skráð hér. Menn lögðust til svefns kl. 04.00-05.00.
...að sinni.