Sunday, August 06, 2006

 

Ferðalok.

Föstudagur 7.9
Kl. 15.00. Í Færeyjum tókum við Árna með okkur í bæjarrúntinn. Fengum okkur kaffi á Skýlinu, löbbuðum um og fengum okkur buff og franskar á Loftinu. Eilíft hangs. Smyrill kom ekki fyrr en kl. 00.30. GI, MÓ og GG fengu sér einn bjór og fóru síðan að sofa. Mikið svekktir að hafa ekki getað stolið kamar.(káetu)

Laugardagur 8.9
Reyndum að sofa eins lengi og hægt var því þar var ekkert annað hægt að gera. Létum alla vita vita hversu blankir við værum og allir vorkendu okkur. Slógum lán hjá Árna til að kaupa 2 vodka. GG tók að sér að koma 1 vodka í land fyrir ung hjón og fékk fyrir það ½ vodka. Svo til engin tollskoðun er við komum í land. Fórum beint í félagsheimilið og hringdum allir heim. GG gleymdi veskinu sínu þar. Skiluðum Árna í farfuglaheimilið og héldum síðan beint til Akureyrar með smá stoppi á Egilsstöðum. Komnir til Akureyrar kl. 03.00 um nóttina og sváfum í bílnum.

Sunnudagur 9.9
Vaknað kl. 10.00 þann 9/9 og keyrt í einni lotu til Reykjavíkur. Komnir þangað um 16.30. Fyrsta var farið í Sörlaskjól og heilsað upp á. Allir mjög ánægðir að sjá okkur. Síðan var farið til Svönu. Mikill fagnaður hjá MÓ og Svönu. Faðmlögum og kossum linnti eftir 10-15 mín. og þá þorðu GG og GI að láta sjá sig. MÓ var skilinn eftir hjá Svönu og GG og GI héldu í Aratúnið. Mjög gott að koma heim og vel tekið á móti. Ferðinni lokið um kl 18.00

Ferðin tók samtals 30 sólahringa og 3 tíma.

Þetta var dagbók þriggja ferðalanga, fyrir einum 27 árum síðan.Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, hjá GI, MÓ og GG.Niðurstaðan eftir þessa ferð: Þrír kolruglaðir, að fara á ótryggðum og vanbúnum bíl að flækjast um Evrópu.Mikið var þó gaman! Update svona í lokin: GI er í dag forstöðumaður meðferðaheimilis fyrir uppgjafa súrrealista, GG rekur í dag keðju gistiheimila í Skotlandi og MÓ rekur ferðaskrifstofu/bændagistingu fyrir sænska athafnamenn.Við hittumst einu sinni á ári á Valhöll,Þingvöllum.Eða þannig....

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?