Wednesday, October 11, 2006
Hvað næst?
Sá auglýsingu frá LG um nýjasta nýtt, ísskápur með sjónvarpsskjá! Kostar ca. hálfa milljón ef ég man rétt.Hvað er það? Hvað verður sameinað næst? Dettur í því sambandi, þátt í Seinfeld þegar Kramer var búinn að setja sorpkvörn í sturtuna.gat hann þá sameinað það að fara í sturtu og tekið uppvaskið í leiðinni!Annars eru sturtuklefar komnir með útvarp/CD t.d. og eflaust komnir með sjónvarpsskjá, þó ég hafi ekki rekist á það. Er ekki best bara að stíga skrefið enn lengra og sameina sturtu,ísskáp,hljómflutningstæki, tölvuskjá og bara skella einni salernisskál inn í dæmið. Þá er nú flest komið held ég. Eða hvað?
Comments:
<< Home
Ja, spurning hvort það sé gagnlegt að fara í sturtu með uppvaskið með sér, konan sér um það! - Ég held að sturtan hafi verið sameinuð öðru gagnlegu heimilistæki í sama herbergi, sjálfri postulínsskálinni.
Minnir mig þá á, þegar maður einn ætlaði að sameina að fara í sturtu og þrífa heimilisköttinn.Strappaði hann framan á bringuna á sér og skrúfaði frá.Kisi nánast úrbeinaði eiganda sinn fyrir vikið.Var ekki par hrifinn.
Post a Comment
<< Home