Tuesday, November 21, 2006

 

Léttir.


Gat lítið sofið í dag, þurfti töluvert að snúast eftir næturvaktina.Fór með Bílinn til "Gumma á móti" sem lagaði það sem var að dingla neðan úr Corollunni og bætti svo um betur með að yfirfara aðra þætti sem varða hjólabúnaðinn.Gleymdi að vísu að fara til hnykkjarans, en var svo bara að snúast í öðru fyrir heimilið.



Þetta er búinn að vera ein jafnleiðinlegasta vakt, framan af, sem ég man eftir! Loks nú að róast klukkan að verða tvö.Síðasta um sinn, as better goes.Má passa sig, það eru enn sex tímar eftir. Segi bara eins og bróðir, nú fer maður í verðskuldað fimm daga frí.

Monday, November 20, 2006

 

Nýr frændi!


Var að eignast nýjan frænda vestur í Fort Knox nú fyrr í kvöld.Til hamingju,Villi og Halle! Phoenix Tyler Snyder heitir snáði, víst lenska þar að skíra strax við fæðingu.Heyrði frá Dóru frænku, fyrr í kvöld að móðirinn væri kominn á fæðingardeildina.Tveim tímum seinna fæ ég sendar myndir frá föðurnum af nýfæddum syninum! Enn og aftur til hamingju!

Fleiri myndir á: http://public.fotki.com/GOI/phoenix-tyler-snyder/

Friday, November 10, 2006

 

Góðir.


Rakst á þessa gömlu góðu, er verið var að gramsa í dóti.Frændurnir að norðan,vinstra megin má sjá Vilhjálm Nikulásarson frá Hvítharðarleyni ásamt Daníel vinnumanni sínum gamla.



Verð að nota þennan vettfang til að koma á framfæri þeirri staðreynd að góðvinur minn Siggi Sighvats, fékk "birdie" eða fugl eins og það heitir á ástkæra, um daginn suður á Spáni.Var hann þar staddur ásamt Erni bró,Gulla Þróttara og "Valsaranum".Þetta þótti víst til tíðinda og lofaði ég að koma þessa á veraldavefinn.Get þó ekki lofað mikilli lesningu sem gefur að skilja.Allavega þá er þetta hér komið.Fleira skal nú talið fram sem telst fyrrnefndum Sigga til hrós.Á síðasta ári rann honum blóðið til skyldunar og sótti heimsþing framsóknarmanna sem haldið var í Brasillíu.Sigurður er líka mikill unnandi eðalvína, sér í lagi rauðvína.Hann drekkur þetta allt saman í hófi að sjálfsögðu og tekur fyrir að drekka um helgar.Segist aðeins drekka á virkum dögum,eftir vinnu.Til eftirbreytni.



Sunday, November 05, 2006

 

Snilli !

Hápunktur dagsins er að sjálfsögðu sigur okkar manna á "Rússagullinu", Chelsea mátti loks lúta í gras fyrir eina alvöru Stórveldinu í London sem er Tottenham Hotspur,"the greatest football team the world has ever seen". 2-1 endaði leikurinn og í kjölfarið vælir Mourhinio eins og aldrei fyrr! Loks kom að því og spái því að langt verði í næsta sigurleik Chelsea,m gegn okkur! Bara tær snilld í dag!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?