Friday, November 10, 2006
Góðir.
Rakst á þessa gömlu góðu, er verið var að gramsa í dóti.Frændurnir að norðan,vinstra megin má sjá Vilhjálm Nikulásarson frá Hvítharðarleyni ásamt Daníel vinnumanni sínum gamla.
Verð að nota þennan vettfang til að koma á framfæri þeirri staðreynd að góðvinur minn Siggi Sighvats, fékk "birdie" eða fugl eins og það heitir á ástkæra, um daginn suður á Spáni.Var hann þar staddur ásamt Erni bró,Gulla Þróttara og "Valsaranum".Þetta þótti víst til tíðinda og lofaði ég að koma þessa á veraldavefinn.Get þó ekki lofað mikilli lesningu sem gefur að skilja.Allavega þá er þetta hér komið.Fleira skal nú talið fram sem telst fyrrnefndum Sigga til hrós.Á síðasta ári rann honum blóðið til skyldunar og sótti heimsþing framsóknarmanna sem haldið var í Brasillíu.Sigurður er líka mikill unnandi eðalvína, sér í lagi rauðvína.Hann drekkur þetta allt saman í hófi að sjálfsögðu og tekur fyrir að drekka um helgar.Segist aðeins drekka á virkum dögum,eftir vinnu.Til eftirbreytni.