Tuesday, January 23, 2007

 

Geir kvartar ekki!

Sá hluta af viðtali við Forsætisráðherran "okkar" í norska sjónvarpinu.Er hann var inntur um mikla uppsveiflu í íslensku efnahagslífi, játaði hann og svo væri óneitanlega og klykkti út með að hann kvartaði allavega ekki! Nei, hann og hans umbjóðendur hafa sannarlega ekki ástæðu til að væla.Svo er það bara spurning um hvað ellilífeyrisþegum, öryrkjum og öðrum þeim sem þurfa að horfa upp á þjóðfélag þar sem misskiptinginn eykst og hin nýríka yfirstétt sem slær um sig með þvílíkum flottræfilshætti, sem aldrei áður hefur sést.Já, Geir getur verið ánægður, þetta er allt eins og það á að vera. Fyrir mér er þetta bara eins og hver annar þjófnaður, þrjótar hafa rænt af okkur þjóðfélagi sem foreldrar minnar kynslóðar byggðu upp af miklu harðfylgi.Síðasta dæmið í dag, Þorgerður Katrín er búinn að leggja hornsteininn að enn einu ráninu.Ríkisútvarpinu brátt komið í hendur einkavina úr röðum frelsis-og frjálshyggjupostula.Sveiattan!

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?