Saturday, April 28, 2007

 

Dávaldur & sjáöldur.

Vorum að berja okkur saman fyrir sumarið, "vallargengið" svokallaða í gærkvöld.Dagskráin byrjaði með skvaldri og buslugangi í pottinum inní íþróttahúsi.Þar var kynntur til sögunar nýliði í genginu.Gaui framkvæmdastjóri sá um öll herlegheitin og bauð síðan öllum á Dávaldinn á Broadway.Dágóð skemmtun með óvæntri uppákomu þar sem undirritaður kom eilítið við sögu!Var þó ekki dáleiddur,en varð fyrir barðinu á einum slíkum!Fer ei nánar út í það,eins og "Kristján heiti ég, Ólafsson" hefði sagt.Er allavega óskaddaður!Síðan hélt hersinginn á Hereford-steakhouse og kyngdum ógrynni af steik með öllu.Lá síðan leið okkar í bæjarrölt,þar tvístruðust eitthvað liðsmenn og var maður kominn snemma heim í kotið. Þarna voru semsagt eftirtaldir; Gaui, "Grátmúrinn",Lúlli "laukur" "Skramarinn" Svenni, "Útvarpsstjórinn", Láki og Bjarni´"nýliðni".Allir stóðu sig með sóma.

Comments:
hvad var store bro ad fa ser nedan i thvi??? thad leyt ut fyrir ad kallinn hefdi gegnid i Stuku med ollu thegar ad hann var herna hja mer um daginn...
Fardu vel med thig kall og mundu svo ad klaedast raudu a morgun vinur

H.Schram
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?