Tuesday, April 17, 2007
Léttir kettir.
Var þvílíkt latur að koma mér af stað í morgun,stútfullur af pest og hita.Alltaf að seinka vekjaranum í morgun.Mætti hjá húðsjúkdómalækninum eftir hádegi,hann fékk að kíkja á alla fæðingarblettina með tilliti til hugsanlegum krabba.Ekki fann hann neitt sem gaf það til kynna.Lét hann að vísu klípa af mér smá ofvöxt sem var á aftanverðum hálsi,víst ég var þarna.Doksi reyndar jafnaldri minn og þekkti mig síðan í gamla Mela- og Hagaskóla.Ræddum fram og tilbaka um gömlu góðu dagana.Restin af deginum var maður bara að bíða eftir dagurinn liði.Reyndi mitt besta í vinnunni,en var bara varla ekki með.A.María kom svo í kaffi til að ræða sameiginlega afmælisveislu í næsta mánuði.Við vorum í símasambandi við væntanlegan veislustjóra,Ó.M.Jóhannsson, Seyðfirðinginn knáa.Ýmsar hugmyndir í gangi.Ekki seinna vænna,stefnum að 19.maí.Búið að fá DJ skilst mér, svo bara kaupa bús & bland og nokkra Ritz-kex pakka.Nóg að sinni.