Monday, July 02, 2007

 

Auðvald & spilling!

Einn vinnufélagi hafði á orði,eftir að hafa innt mig um hvernig ég hefði eytt helginni,að ég væri sífellt í matarboðum.Hvernig hann ályktaði það, veit ég ekki svo gjörla.Vissulega var ég í feiknagóðu matarboði hjá systir á laugardag.Tilefnið eiginlega að hitta son þeirra eina kvöldstund,meðan hann dvelur hér á landi.Eftir heilgrillað lambalæri og tilheyrandi, var sest niður við spilamennsku.Spark heitir það,höfundurinn Stefán Pálsson nokkur.Var þetta frumraun mín í þessu spurningaspili og þótti ég standa mig með ágætum.Þannig.Þakka fyrir mig,bara flott að venju!

Svo var þetta bara ágætis rest,sem eftir lifði af helginni.Var ekki anansöm að neinu öðru leiti.

Svo var líka bara frekar erilsamt í morgun.Oft hissa á hvernig þetta "ray-dast"eins og DHL gaurinn sagði við Ameríkumanninn.

Á morgun: Scooter Libby.....


Comments:
djöfull eru skemmtileg bloggin þín,eg verd ad fara ad lesa tetta reglulega fra Danaveldi.Helv. góður penni i þér.virkilega vel skrifad og fyndið(ekki vid öðru að buast fra Geeemish).
Kvedja
Ragnar Örn
 
Þakka fyrir,frændi kær.Heyrumst fljótlega Raggi.
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?