Thursday, July 05, 2007

 

Maður er nefndur.

Nýlokið er síðnætursamtali við "Óttarinn".Ýmislegt bar á góma, einna helst æru Bjarna Guðjónssonar,Þórðarsonar.Er þá átt við dramatíkina upp á Skipaskaga á gærkveld.Honum varð á að "skora" í net Keflavíkurmanna sem orsakaði mikla geðshræringu meðal leikmanna.Ég ætla hér með að koma Guðjónssyni til varnar og meina honum ekki að hafa ætlað að setjan.Karl faðir hans má þó ígrunda sína afstöðu í þessum darraðadans.Ekki er þó hægt að líta framhjá framkomu og viðbrögðum Keflvískra leikmanna. Engin fyrirmyndarbragur.

Að öðru leiti ræddum við Óemmjoð(fyyrnefndur Óttarrinn) um afmælishóf sem við báðir þurfum að gera ráð fyrir að halda.Við urðum þess báðir ánjóta að fagna áfanga í lífstíðarskeiði hvað árafjölda varðar, á þessu ári.Ég reyndar kom um það bil sjö vikum á undan í heiminn, en hef þó ekki notið forskotsins, nema að litlu leiti.Okkur félögunum hefur gengið misvel á lífsleiðinni, en teljumst þó vera gæfusama menn,þó á misjafnan veg.Margt sameinar okkur þó, eins og ég hef hér á áður minnst.Best að doka hér við, áður en að en að einskærri ástarjátningu kemur, því Sperran er fremur þekkt fyrir nálgun sína að "veikara" kyninu, þó þar hafi hann ekki uppskorið eins og til hafi verið sáð! Nú nálgast sú stund að hér verði látið gott heita. Sperran verður seint sökuð um tilfinningasemi, en lætur samt eftir sér hafa, að "aðeins þeir hæfustu,komast af".Eða; "Þeim svíður, sem undir míga". Nú er pakkinn orðinn of stór! Tími til að láta gott heita.Bestu kv. frá Héraði.

Comments:
Sæll frændi
Ég er sammála því að þú ert gæfusamur maður. Hefur alltaf hugsað hvað skiptir máli og mátt vera stoltur af lífsgildum þínum. Varðandi að "þeir hæfustu komast af" Þeir eru hæfastir þeir sem sjá og upplifa hvað skiptir máli í lífinu og þar ert þú hvað hæfastur.

En þetta er bara mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðanir "annara" hafðu það gott og verum í bandi kæri frændi.
Mæja
 
Sæll frændi
Ég er sammála því að þú ert gæfusamur maður. Hefur alltaf hugsað hvað skiptir máli og mátt vera stoltur af lífsgildum þínum. Varðandi að "þeir hæfustu komast af" Þeir eru hæfastir þeir sem sjá og upplifa hvað skiptir máli í lífinu og þar ert þú hvað hæfastur.

En þetta er bara mín skoðun og þarf ekki að endurspegla skoðanir "annara" hafðu það gott og verum í bandi kæri frændi.
Mæja
 
Þökk sé þér frænka.Við verðum alltaf í bandi!
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?