Saturday, September 01, 2007

 

Rapids

Flúðum úr bænum í hádeginu í gær, 12 vinnufélagar og stefndum á Flúðir.fengum til afnota hús með öllu og deginum varið í að spila seinni níu holur á Selsvelli.Rigning var fylgifiskur okkar meðan á spilinu stóð og allt blotnaði sem blotnað gat í mínu tilfelli, þó taldi mig vera í ógegndrepum flíkum.Var með Sigga bílstjóra,Bubba,Palla dúk,Gúlla og Helga Smith í holli.Helgi að slá sínar fyrstu kúlur og gekk feykna vel kallinum.

Síðan var tekið til við að grilla sneiðar og með tilheyrandi meðlæti sem "Valsarinn" sá um að útvega og var meðal annars skálað fyrir Sigvalda kokk sem góðfúslega lagði til ketið, í hans fjarveru.Síðan tók við busl í pottinum með tilheyrandi umræðum sem að mestu leiti snérist um vinnuna.Menn tjáðu sig ótrauðlega um hitt og þetta hvað það varðar.Gamminn geysa í mestri vinsemd.

Í nánst næsta húsi var krá sem ég gleymi nafninu á,ekki margar að finna á Flúðum að vísu, en þangað héldu menn seinna um kveldið.Kannski í von um að hitta á Steingrím Joð?Vinstri-grænir voru reyndar með ráðstefnu á hótelinu um einkavinavæðingu, en ekki var Steingrím né Ögga að finna á kránni.Ekki voru menn ýkja lengi að um nóttina,enda kannski flestir komnir af léttasta skeiðinu.Það sýndi sig líka að allir vorum við komnir til meðvitundar, árla morguns og tekið til við að þrífa eftir okkur og vaska upp.Sólarhrings dvöl á Flúðum var þar með lokið og kunnum við heimamönnum bestu þakkir fyrir.

Kíkti svo hér upp í vinnu seint um kvöld að dunda mér við uppsafnað efni.M.a. að klára undirbúning vegna hófsins sem stendur til að halda á næstkomandi laugardag.Þangað til...

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?