Friday, September 21, 2007
Til Köben.
Það að komast í vikuferð til Köben og rúmlega það, er kærkomið eftir ansi erilsama daga undanfarið.Það verður tekið vel á því, þ.ea.s. í hvíld og notalegheitum með góðum ferðafélögum í kóngsins Köbenhavn.Gistingin ekki af verri endanum heldur, hjá heiðurshjónunum Sigrún & Ársæli við Volosvej.Tilhlökkun ekki síst að fá að eyða þessum dögum með Ragga systursyni sem þarna býr.Svo eigum við von á Kiddý og Sonna frá Alabömu/via/Árósum í 3ja daga stoppi.Gaman að fá þau hjón til að njóta dvalarinnar með.
Nokkuð ljóst að maður er vel "ferðafær", því garmurinn ég lenti inn á "verkstæði" nú eitt kvöldið.Rétt slapp við skyndilegt yfirlegt og var sendur á bráða.Eftir ítarlegar skoðanir og rannsóknir, var niðurstaðan að ekkert amaði að.Slagkraftur og þrýstingur góður og allt eftir því.Mikið var það gott að heyra!
Kannski getur maður fundið tíma og ráð að blogga frá KPH. Góða helgi.
Nokkuð ljóst að maður er vel "ferðafær", því garmurinn ég lenti inn á "verkstæði" nú eitt kvöldið.Rétt slapp við skyndilegt yfirlegt og var sendur á bráða.Eftir ítarlegar skoðanir og rannsóknir, var niðurstaðan að ekkert amaði að.Slagkraftur og þrýstingur góður og allt eftir því.Mikið var það gott að heyra!
Kannski getur maður fundið tíma og ráð að blogga frá KPH. Góða helgi.