Saturday, October 06, 2007

 

Va jú?

Þekktist í gær boð Dóru um að mæta í heimalagaðri flatböku ásamt góðdrykknum Chianti.Hvorugt sveik. "Hlandan" eins og vinur einn góður minn kallar "pissu" var með eindæmum góð. Svefn sótti að Sperrunni ásamt öðrum heimilisbúum, eftir að hafa ljáð augu okkar einum raunveruleikaþætti. Fór svo að lokum að undirritaður gisti hjá Glósala fjölskyldunni. Eftir morgunverð, sem samanstóð af kaffi og Morgunblaðinu, var haldið af stað í heimsókn og samsetningu á kommóðu hjá Ellý systir.Við "Tabs" unnum þetta saman af alkunnri snilld, höfðum ekki fyrir löngu síðan skellt einnri álíka kommóðu saman.

Er líða tók á daginn, leiddi eitt ýmistlegt að öðru, sem orsakar það og veldur að við nokkur frændsystkynin ætlum að njóta kvöldverðar saman á einum af velþekktari knæpum Kópavogsbæjar, ásamt því njóta túlkunar ýmsra listamanna á dægurlögum þeim er við stórsveitina Queen eru kenndar.Fremstur þar í flokki verður víst Magni, að mér skilst.Látum oss sjá og gerum góðan róm.

Sigríður Björk er svo á morgun að fagna 8 ára afmæli sínu. "Líttan" eins og sumir kalla hana. Þar mæta allir þeir er vettlingi geta valdið.

Comments:
Alltaf í boltanum!
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?